Leikjum ýmist frestað eða þeir færðir til
Samkvæmt heimildum Feykis hentaði það ekki Árbæingum að skipta á heimaleikjum, að spila fyrri leik liðanna í Árbænum og þann seinni á Króknum. Því fer leikurinn fram á Greifavellinum á KA-svæðinu á Akureyri kl. 16:00.
Lið Tindastóls fékk spennandi heimaleik í 16 liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna því til stóð að markamaskínan Sandra María Jessen og stöllur hennar í liði Þórs/KA kæmu á Krókinn laugardaginn 18. maí. Eftir skoðun SAS-ara á gervigrasvellinum í vikubyrjun er hljóðið í mönnum á þann veg að minni líkur en meiri séu á því að völlurinn verði klár fyrir þann leik. Vonir stóðu til þess að völlurinn gæti orðið klár í tíma en þau mál gætu skýrst í dag.
Á laugardag stóð einnig til að fram færi leikur Kormáks/Hvatar og Sandgerðar-Reynis í 2. deild Íslandsmótsins en þegar Feykir hafði samband við Ingva Rafn, þjálfara K/H, í gær var verið að vinna í að finna annan leikvöll og tjáði hann Feyki að það verði annað hvort spilað á KA vellinum eða á Dalvík. Niðurstaðan er sú að leikurinn verður á Dalvíkurvelli á laugardag og hefst kl. 15:00..
- - - - -
SAS-arar = Sérfræðingar að sunnan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.