Laxá á Ásum opnar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
20.06.2018
kl. 11.00
Laxá á Ásum opnaði í gærmorgun, stundvíslega kl. 7:00. Fyrsti laxinn var kominn á land stuttu síðar en það var Sturla Birgisson, leigutaki, sem landaði honum.
Fyrsti laxinn veiddist í Dulsum, en veiðistaðurinn er einn af þeim betri þegar lax er að ganga. Alls veiddust 10 laxar þennan fyrsta dag en meðal þeirra var einn 92 sentimetra hængur, veiddur í Sauðaneskvörninni. Laxar hafa sést víða um ána , vatnsmagnið er í meira lagi og líta næstu dagar vel út.
/Lee Ann
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.