Körfuboltaakademía á Króknum

Körfuboltaakademía er nú rekin í tengslum við Fjölbrautaskóla Norðurland vestra á Sauðárkróki þar sem nemendur æfa körfubolta af kappi undir stjórn Bárðar Eyþórssonar körfuboltaþjálfara. Hann segir að í akademíunni sé lögð áhersla á einstaklings miðaðar æfingar sem á að bæta menn á öllum vígstöðvum hvort sem er drippl, hreyfing, samhæfing eða líkamsstyrk.

Í nýjasta Feyki er viðtal við Bárð þar sem hann segir frá akademíunni, þjálfuninni og sjómennskunni en hann hefur skipstjórnarréttindi upp á vasann og margra ára reynslu af sjómannsstörfum.

Feykir fór með myndavélina á morgunæfingu í körfuboltaakademíunni og forvitnaðist um hvað væri í gangi.

http://www.youtube.com/watch?v=XTi8c5RTL3M

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir