Kindur sóttar á fjöll í dag

Þessar kindur höfðu skilað sér á réttum tíma og koma fréttinni ekki beint við. Mynd:PF.
Þessar kindur höfðu skilað sér á réttum tíma og koma fréttinni ekki beint við. Mynd:PF.

Eitthvað hefur verið um það að kindur hafi haldið sig á afréttum Skagfirðinga í vetur og segir Arnór Gunnarsson þjónustufulltrúi landbúnaðarnefndar Svf. Skagafjarðar það gengið mjög misjafnlega að ná fé úr afrétt eftir síðustu göngur. Menn geri þó sitt besta til að ná þessum kindum ef fréttist af þeim.

Arnór segir að vitað sé um fjórar kindur vestur á Víðidal og verða þær sóttar í dag ef veðurspá gengur eftir. „Tvær kindur voru sóttar á Miðdalinn um síðustu helgi. Ég hef heyrt að kindur hafi verið að heimtast í framdölum upp á síðkastið,“ segir Arnór sem telur að ástandið sé ekki neitt verra en áður. „Ef bændur mundu farga þessum kindum sem heimtast eftir síðustu leitir mun þetta vandamál minnka smá saman. Oftar en ekki eru þetta sömu skjáturnar sem komast upp á lag með að sleppa“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir