Í syngjandi sveiflu – ennþá og að eilífu
Sveiflukóngurinn 80 ára var titillinn á stórtónleikum með lögum eftir Geirmund Valtýsson sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu 6. apríl síðastliðinn. Geirmundur varð síðan 80 ára þann 13. apríl en ferill Geirmundar spannar töluvert fleiri áratugi en blaðamaður hefur verið til. Í tilefni af öllu þessu var ekki annað hægt en að hitta Geirmund og spjalla við kappann um ferilinn, lífið og Hörpu. Verslunarmannahelgarböllin, þar sem voru 700 manns á föstudegi, 1.000 manns á laugardegi og aftur 700 á sunnudegi, voru frábær og svo voru seldir 1.700 miðar í Miðgarð Landsmótshelgina 1971. Það var svo mikil traffík á böllunum frá 1974-1980. Þetta er tíminn sem stendur upp úr hjá Geirmundi en þó rifjast margt skemmtilegt upp frá ferlinum sem einhver ykkar hafa kannski heyrt eða lesið áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.