Helgi Freyr kominn á Krókinn

Helgi Freyr Margeirsson körfuboltamaður kom á Krókinn í gær frá Danmörku. Hann hefur gengið í raðir Tindastólsmanna í körfunni og byrjar strax að  keppa.

Hvenær leikur þú fyrsta leikinn með Tindastól?
Fyrsti leikur er 6. febrúar gegn Njarðvík heima... hrikalega mikilvægur leikur um 5. sætið og goður séns á að snúa liðinu aftur á sigurbraut.

Með hvaða liðum hefur þú spilað í útlegðinni?
Ég  hef verið að spila med Randers Cimbria hérna í Danmörku síðustu 3 tímabil. Þar á undan var ég hjá Þór heima og þar áður 3ár hjá Birmingham Southern i 1.deild NCAA háskólaboltans í BNA.

Hvernig gengur hjá Randers Cimbria, þar sem þú lékst síðast?
Það gengur vel hjá Randers Cimbria. Þeir eru í 1.sæti i dönsku Basketligaen með 11 sigra og 3 töp. Fórum einnig í 4 liða úrslit bikarsins en töpuðum þar í 2 leikjum gegn Bakken Bears. Þeir hafa verið okkur erfiðir í vetur og við tapað öllum 3 leikjunum gegn þeim.

Hvernig líst þér á að koma aftur á Krókinn?
Mér líst mjög vel á að koma á Krókinn. Alltaf gaman að koma heim og vera nærri vinum og fjölskyldu.

Hvers vegna ertu að koma á Krókinn?
Það eru margar ástæður fyrir því að ég er að koma heim.
Ein af þeim helstu er til að geta alveg örugglega verið viðstaddur partý ársins þegar afi á Öldó verður 80 ára ungur þann 9. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir