Glanni Glæpur í Bifröst
Nemendur í 10. bekk Árskóla munu á þriðjudag klukkan 17:00 frumsýna leikritið Glanni Glæpur í Latabæ en verkið er í leikgerð Magnúsar Scheving og Sigurðar Sigurjónssonar. Leikstjórn er í höndum Ægis Ásbjörnssonar en nemendur sjá að öðru leiti um skipulagningu sýningarinnar.
Hefð er fyrir því að 10. bekkur setji upp barnaleikrit ár hvert þar sem nemendur sjá um leikmynd, leik, sviðsstjórn, förðun og í raun allt sem að skipulagningu leikritsins kemur með dyggri aðstoð umsjónakennara sinna. Eins og áður sagði verður frumsýning á þriðjudag en næstu sýningar verða sem hér segir.
Þriðjudagur 29. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00).
Miðvikudagur 30. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00).
Fimmtudagur 31. mars kl. 17:00 og 20:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-20:00).
Föstudagur 1. apríl kl. 17:00 (miðapantanir frá kl. 14:00-17:00).
Sunnudagur 3. apríl kl. 14:00 og 16:30 (miðapantanir frá kl. 12:00-16:30).
Miðapantanir í síma 453-5216
Miðaverð:
5 ára og yngri kr. 500,-
Grunnskólanemendur kr. 1000,-
Fullorðnir kr. 1500,-
Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við greiðslukortum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.