Fyrsta skóflustungan tekin að gagnaveri í næstu viku
Loksins er komið að því að skóflustunga verður tekin að byggingu gagnavers við Svínvetningabraut á Blönduósi. Það er íslenska hýsingarfyrirtækið Borealis Data Center sem ráðgerir að reisa tvö hús á lóðinni á þessu ári en áætlað er að fleiri hús verði byggð á lóðunum á næstu árum.
Í júní á síðasta ári áttu fulltrúar frá fyrirtækinu fund með sveitarstjórn Blönduósbæjar en fyrirtækið var á höttunum eftir hentugri staðsetningu fyrir gagnaver þar sem landrými er nægt og aðgengi að raforku gott. Í febrúar sl. var svo umsókn um lóð fyrir gagnaver tekin til afgreiðslu á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar.
Athöfnin verður nk. miðvikudag og hefst kl. 11:00 og að því loknu verður boðið upp á veitingar í Félagsheimilinu á Blönduósi.
Tengdar fréttir:
Borealis Data Center sækir um lóð fyrir gagnaver á Blönduósi
Fundað um hugsanlegt gagnaver á Blönduósi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.