Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga
Framsóknarmenn í Austur-Húnavatnssýslu skora á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra að bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum. Þrjú önnur framsóknarfélög víðs vegar um landið hafa sent frá sér sambærilegar tilkynningar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Framsóknarfélags Austur-Húnavatnssýslu. Stjórnin kom saman til í síðustu viku, þar sem málefni Framsóknarflokksins á landsvísu voru til umræðu. Þar var samþykkt ályktun um að skora á Sigurð Inga að gefa kost á sér til formennsku í flokknum á flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldið verður 1. og 2. október næstkomandi.
Auk Framsóknarmanna í Austur-Húnavatnssýslu hafa flokksystkini þeirra í Borgarfirði og Mýrum, Reykjanesbæ og Árborg skorað á Sigurð Inga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.