Framkvæmdir að próteinverksmiðju hafnar
feykir.is
Skagafjörður
30.09.2016
kl. 09.57
Byrjað er að grafa fyrir undirstöðum að1700fm húsi við mjólkursamlag KS á Sauðárkróki. Þar er áætlað að framleiða próteinduft úr mysu sem endar væntanlega í orkudrykkjum fólks víða um heim.
Nýting mysupróteins hefur ekki verið mikil hingað til hjá KS en breyting verður á í framtíðinni með tilkomu hússins.
„Próteinframleiðslan mun nota 1/3 af húsnæðinu en rest fer undir lager, umbúðir og slíkt. Þar er einnig möguleiki að hafa einhverja framleiðslu ef eitthvað kemur upp,“ sagði Magnús Freyr Jónsson forstöðumaður samlagsins við Feyki fyrr í haust. Vonast er til að framleiðsla verði komin af stað á sama tíma að ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.