Fimmtíu og einn mætti í Fljótagönguna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
19.04.2014
kl. 09.54
Skíðagöngumót var haldið við Ketilás í Fljótum á skírdag. Fimmtíu og einn var skráður til þátttöku og voru keppendur fleiri en skipuleggendur þorðu að vona fyrirfram.
Frá skíðagöngumóti í Fljótum á skírdag. Ljósm./ÖÞ
Keppt var í nokkrum flokkum allt frá 1 kílómetra í barnaflokki ,en lengsta ganga var 20 kílómetrar og fóru fimm þá vegalengd. Reynsla þátttakenda var mjög mismunandi og voru allmargir að keppa á móti í fyrsta skipti en líka var fólk sem stundað hefur kappgöngu um árabil.
Frá skíðagöngumóti í Fljótum á skírdag. Ljósm./ÖÞ
Í mótslok var verðlaunaafhending og kaffisamsæti í félagsheimilinu Ketilási.
/ÖÞ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.