Brynhildur vann Sprettfiskinn 2016
Í lokahófi Stockfish Film Festival sem haldin var um helgina var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Sigurmyndin er Like it’s up to you eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði.
Auk titilsins Sprettfiskur 2016 hlaut Brynhildur Canon EOS 70D vél frá Nýherja. Er þetta í annað sinn sem keppnin er haldin en alls voru fimm stuttmyndir valdar til sýningar á hátíðinni. Þótt þetta sé önnur hátíðin sem haldin er með þessu nafni á hátíðin sér dýpri rætur –Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er endurvakin undir nýju nafni. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur var síðast haldin árið 2001 og var upphaflega sett á laggirnar árið 1978.
Markmið hátíðarinnar er að efla íslenska kvikmyndamenningu á breiðum grundvelli. Á meðal gesta hennar voru þekktir verðlaunaleikstjórar og aðrir alþjóðlegir kvikmyndagerðarmenn. Áhersla er lögð á að sýna það nýjasta úr kvikmyndagerð heimsins auk sérstakrar á tengslamyndun íslenskra og erlendra kvikmyndagerðarmanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.