Blönduósbær auglýsir deiliskipulag fyrir gagnaver

Skjáskot - yfirlitsmynd sem finna má á vef Blönduósbæjar.
Skjáskot - yfirlitsmynd sem finna má á vef Blönduósbæjar.

Blönduósbær auglýsir á vef sínum tillögu að deiliskipulagi við Svínvetningabraut fyrir gagnaver í samræmi við samþykkt  sveitarstjórnar Blönduósbæjar frá 19. desember 2017. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð.  Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Blönduóss 2010–2030.

Tillagan liggur frammi til kynningar á tímabilinu 21. desember til 1. febrúar nk. á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Einnig er tillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is.

Telji einhver sig eiga hagsmuna að gæta gefst honum kostur á að gera athugasemd við tillöguna. Skriflegum athugasemdum skal skilað, eigi síðar en 2. febrúar nk. til skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni, segir í auglýsingu Blönduósbæjar.

Hér má finna greinargerð með deiliskipulagi og yfirlitsmynd hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir