Á þriðja hundrað þreyttu gamlárshlaup

Þátttendur í gamlárshlaupi voru 269 í ár. Myndir: KSE
Þátttendur í gamlárshlaupi voru 269 í ár. Myndir: KSE

Vel á þriðja hundrað manns þreyttu gamlárshlaup á Sauðárkróki sem að vanda hófst kl 13 á gamlársdag. Það var Árni Stefánsson, sem haldið hefur úti skokkhóp á staðnum í rúm 20 ár sem ræsti hlaupið með rakettu. Að þessu sinni tóku 269 þátt, sem er örlítið færri en í fyrra en þá var slegið þátttökumet og veður mun betra en í ár.

Þátttakendur voru á öllum aldri og fóru ýmist á sleðum, kerrum eða tveimur jafnfljótum, vegalengdir að eigin vali. Þegar í mark var komið var boðið upp á ávaxtasafa og síðan dregið um fjölda veglegra þátttökuverðlauna sem ýmis fyrirtæki og aðilar á staðnum gáfu. Blaðamaður Feykis rölti fáeina kílómetra og smellti af myndum um leið.A

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir