Tekur þátt í heimsmeistaramótinu í brauðsmurningi
Jóna Sigfríður Hall mun taka þátt í heimsmeistaramótinu í brauðsmurningi í byrjun desember en mótið verður haldið í Austurríki. Þátttakendur koma víðsvegar að úr heiminum. Jóna sagði í samtali við Dreifarann að hún væri fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í brauðsmurningi en undankeppnin fór fram í Reykjavík í ágúst sl. þar sem Jóna fór með sigur af hólmi, enda eini keppandinn.
„Já það urðu ákveðin vonbrigði með að ekki fleiri tóku þátt í undankeppninni hérna heima, en að sama skapi gaman að vinna,“ sagði Jóna og hlaut að launum 20 kg að Smjörva fyrir sigurinn. En í hverjur er nákvæmlega keppt þegar keppt er í brauðsmurningi? „Ja það liggur í raun í hlutarins eðli, en samt eru þarna nokkrar hliðargreinar ef svo má segja sem telja líka. Þetta flest í því að smyrja franskbrauð með viðbiti eins og Smjörva sem dæmi. Dómararnir leggja svo mat á brauðsneiðina, oft spægipylsu eða malakoff og það er í raun þá sem hin eiginlega keppni fer fram, því þeir mæla hvort misfellur séu á álegginu, hvort það sé hærra öðrum megin eða hinum megin og hvort að mikil smjörklípa komi undan álegginu þegar það er sett ofan á, maður þarf því að smyrja þetta mjög jafnt og nákvæmlega,“ sagði Jóna við Dreifarann.
„Besti árangurinn næst þegar maður smyr með léttri hringlaga hreyfingu, helst frá austri til vesturs. Maður þarf því að athuga hvernig maður snýr og gæta þess að allar aðstæður séu í lagi, smjörið nógu lint og brauðið vel bakað og skorið,“ sagði Jóna að lokum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.