Ekki gott að missa nokkur kíló
Klængur Ásbjarnarson vill koma því á framfæri við lesendur Feykis.is að það sé ekki gott að missa kíló, hvort sem þau eru eitt eða fleiri. Hann segir að sér ofbjóði sú síbylja sem dynur á landanum að allir þurfi að missa kíló og öllu skipti að þau séu sem flest. Hann hefur sjálfur raunasögu að segja sem tengist því að missa nokkur kíló.
„Já ég var að bjástra í bílskúrnum hjá mér, var að líma saman gamlan stól þegar ég rek stólinn í hillu fyrir ofan mig og niður úr henni dettur steðji beint ofan á fótinn á mér og hann brotnar þegar í stað. Þegar farið var að kanna steðjið kom í ljós að það var 22 kíló að þyngd og ég held að þetta fólk sem er að monta sig í fjölmiðlu um að hafa misst svo og svo mörg kíló, eigi aðeins að athuga sinn gang. Það er ekki gott að missa 22 kíló ofan á fótinn á sér og um það get ég vitnað,“ sagði Klængur við Dreifarann og hélt áfram að lesa yfir ljóðabók Friðfinns sonar síns, sem komst í fréttir fyrir nokkrum árum vegna málefna kúbsks gísls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.