Stórskemmtilegir tónleikar „Heima í stofu“
Heima í stofu - tilraunaverkefnið hans Áskels Heiðars var haldið 30.apríl síðastliðinn og er ekki annað að sjá en að gestir og tónlistarfólk hafi verið í skýjunum með þetta glænýja tónleika fyrirkomulag sem vonandi er þetta komið til að vera.
Áskell Heiðar segist mjög ánægður með kvöldið „Það var frábært að sjá hversu vel þetta tókst, formið býður upp á öðru vísi tengsl milli listafólks og gesta en venjulegir tónleikar og í mörgum tilfellum varð þetta gott bland af sögustund og tónlist“. „Gestgjafarnir voru auðvitað frábær, tónleikastaðirnir mjög ólíkir og mér heyrist þeir gestir sem komu vera mjög ánægð með þetta“.
Aðspurður um hvort stefnt væri að því að endurtaka þetta að ári svarar Áskell Heiðar: „Aðsóknin olli mér pínu vonbrigðum“. „Veglegur styrkur frá Uppbyggingarsjóði veldur því að þetta kemur ágætlega út, ég gat keypt flotta hönnun á verkefnið, auglýst það vel og borgað öllum fyrir tónlistarflutning, myndatöku og upptökur, en ég veit ekki hvort það verður framhald af þessu. Það sem nærir svona sprotastarfsemi er að fólk mæti og sýni þessu áhuga og nú þarf ég bara að skoða málið í rólegheitum. En ég er mjög þakklátur þeim sem tóku þátt sem gestgjafar, listafólk og gestir“.
Bríet Guðmundsdóttir var með myndavélina og tók þessar skemmtilegu myndir á viðburðinum og nú er að vona að Áskell Heiðar gefi okkur séns að bæta í mætingu að ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.