Sr. Guðrún Karls Helgudóttir næsti biskup Íslands

Sr. Guðrún Karls Helgudóttir nýr biskup Íslands. MYND KIRKJUBLAÐIÐ.IS
Sr. Guðrún Karls Helgudóttir nýr biskup Íslands. MYND KIRKJUBLAÐIÐ.IS

Nú liggur það ljóst fyrir hver verður biskup Íslands eftir síðari umferð biskupskosninganna lauk á hádegi í dag 7. maí og hlaut Sr. Guðrún Karls Helgudóttir flest atkvæði 1060 eða 52,19%. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson fékk 954 atkvæði eða 46,97%.

Á kjörskrá voru 2286, 166 prestar og djáknar og 2119 leikmenn. Kjörsókn var 88,85 %. Þetta kemur fram á vef kirkjunnar í dag. 

Sr. Guðrún Karls Helgudóttur verður því næst biskup Íslands og verður hún vígð  í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir