Í gær, föstudaginn 24. október 2025, voru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.Talið er að um 50 þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í gær til að krefjast jafnréttis og það gerðu konur einnig um allt land. Í Miðgarði í Varmahlíð komu konur saman og þar flutti Sigríður Garðars í Miðhúsun erindi sem hún gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta.
Fullyrðingar um að vaxtastigið hér á landi sé vegna krónunnar standast enga skoðun. Þetta hafa fjölmargir hagfræðingar og sérfræðingar í fjármálum bent á og fært gild rök fyrir á liðnum árum. Þeir sem ákveðið hafa að krónan sé vandamálið taka vitanlega engum slíkum rökum en hafa að sama skapi ekki getað hrakið þau. Þeirra aðferð hefur einfaldlega verið sú að fullyrða að krónan væri sökudólgurinn án haldbærra raka og fjalla síðan um það hversu hörmuleg hún sé fyrir vikið.
Sumarið hefur verið óvanalega langt í ár. Það byrjaði með einstakri hitabylgju í maí og enn höfum við ekki fengið alvöru hausthret. Sennilega eru flestir ánægðir með þetta nema mögulega þeir sem vinna við dekkjaskipti – ekki mikið að gera þar væntanlega. En það styttist í veturinn og þá fer allt á suðupunkt í dekkjabransanum.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Skólamanninn Sölva Sveinsson kannast eflaust flestir við en hann er cand. mag. í sagnfræði og hefur lengst af starfað við kennslu og skólastjórnun, ásamt ritstörfum, fæddur árið 1950, alinn upp á Króknum, aðallega í fjörunni segir hann.