Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Elísa Bríet er íþróttamaður ársins hjá USAH
Elísa Bríet Björnsdóttur, fótboltakona frá Skagaströnd, var í gær kjörin íþróttamaður ársins 2024 hjá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga. Kjörinu var lýst við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni. Elísa leikur með meistaraflokki Tindastóls. Hún gerði fyrr á árinu þriggja ára samning við félagið og hefur staðið sig frábærlega, segir á huni.is
-
María Dögg Jóhannesdóttir Íþróttamaður Skagafjarðar
Árleg uppskeruhátíð UMSS var haldin hátíðleg fimmtudagskvöldið 19. desember í Húsi frítímans að viðstöddu margmenni. Þar voru veitt hvatningarverðlaun fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk, styrkir veittir úr Afrekssjóði UMSS og landsliðsfólki UMSS veittar viðurkenningar. Hápunktur hátíðarinnar var þegar lið ársins, þjálfari ársins og íþróttamaður ársins voru tilkynnt og að þessu sinni var kvennalið Körfuknattleiksdeildar Tindastóls valið lið ársins. Finnbogi Bjarnason var valinn þjálfari ársins og Íþróttamaður ársins í Skagafirði 2024 er María Dögg Jóhannesdóttir frá Knattspyrnudeild Tindastóls en hún hefur leitt lið Tindastóls í efstu deild þar sem Tindastóll er komið til að vera. -
Húnaþing vestra tekur þátt í rafrænu geðheilsuátaki
Húnaþing vestra hefur gert samkomulag við Mental ráðgjöf um þátttöku í rafrænu geðheilsuátaki sem nær til starfsfólks sveitarfélagsins. Á vefnum huni.is segir að sveitarfélagið sé fyrsti vinnustaðurinn á Íslandi til að taka rafræna átakið í notkun, að því er segir á vef þess. Með þátttökunni vill það sýna skýra skuldbindingu sína til að setja geðheilbrigði á vinnustað rækilega á dagskrá með því að auka vitund og veita fræðslu um geðheilbrigði fyrir allt starfsfólks sveitarfélagsins. Hjá Húnaþingi vestra starfa um 115 manns á níu starfsstöðvum. -
Rótarýklúbbur Sauðárkróks lætur gott af sér leiða
Rótarýklúbbur Sauðárkróks heldur áfram að láta gott af sér leiða og afhenti nýlega Fjölskylduhjálp Skagafjarðar kr. 1.000.000.- -
Höfðinglegur styrkur Gæranna á árinu
Nytjamarkaðurinn á Hvammstanga er mörgum af góðu kunnur. Hann er rekinn af Gærunum, vöskum hópi kvenna sem hafa lagt áherslu á að gefa aftur út í samfélagið til hinna ýmsu framfaramála þann ágóða sem er af rekstri markaðarins. Slagorð þeirra er „Eins rusl er annars gull“. Eru það orð að sönnu því á árinu sem er að líða gáfu þær líkt og fyrri ár gjafir til stofnana sveitarfélagsins af miklum rausnarskap, segir á heimasíðu Húnaþings vestra.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Þreifingar um sameiningu verkalýðsfélaga
Þrjú af stærri verkalýðsfélögum á Norðurlandi vestra hafa ákveðið að kanna möguleika á sameiningu. Um er að ræða Samstöðu, Ölduna og Verslunarmannafélag Skagafjarðar. Stjórnir félaganna funduðu sameiginlega á Blönduósi 4. desember síðastliðinn og þar var ákveðið að bjóða Iðnsveinafélagi Skagafjarðar að taka þátt í umleitunum. -
Kormákur Hvöt semur við Dominic og Sigurð
Aðdáendasíða Kormáks Hvatar sagði frá því í vikunni að meistaraflokksráðið hafi ráðið enska þjálfarann Dominic Louis Furness til starfa fyrir leiktíðina 2025. Dominic, sem kemur frá Middlesborough í Norður-Jórvíkurskíri, þjálfaði lið Tindastóls síðastliðin tvö sumur, þar sem hann þótti brydda upp á skemmtilegum bolta. Sigraði liðið til að mynda 4. deildina í sumar með talsverðum yfirburðum. Einnig hafa þeir samið við Sigurður Pétur Stefánsson fyrir keppnistímabilið 2025 en hann spilaði með Kormáki/Hvöt á síðasta tímabili og var einn af mikilvægustu leikmönnum tímabilsins, spilaði flesta leiki allra leikmanna og steig þar í stóra skó á miðri miðjunni. -
SSNV óskar eftir ábendingum um menningarhús á Norðurlandi vestra
Á heimasíðu SSNV segir að Í öllum sveitarfélögum, utan höfuðborgarsvæðisins, fer nú fram vinna við að safna gögnum um húsnæði eða staði þar sem fram fer menningar- og/eða listtengd starfsemi. Er þetta hluti af aðgerðaáætlun byggðaáætlunar og er markmið þessarar vinnu m.a. að efla menningarstarfsemi í byggðum landsins, í takt við meginmarkmið byggðaáætlunar sem er að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðarlaga um land allt. -
Nýr fiskvegur úr Laxárvatni opnaður
Nýlega var opnaður nýr fiskvegur úr Laxárvatni niður Laxá á Ásum. Stíflan í ánni, sem var orðin slitin og skemmd, leggst af sem og laxastiginn úr vatninu en þó getur yfirfall runnið yfir stífluna ef vatnsstaða er há í Laxárvatni. RARIK sá um framkvæmdina, sem unnin var í samvinnu við Veiðifélag Laxár á Ásum og Veiðimálastofnun en hún er liður í að endurheimta hvernig vatn rann ofan úr Svínadal fyrir 70 árum síðan, eða áður en til Laxárvatnsvirkjunar kom, segir á huni.is -
Verkefnið sýnir mikilvægi þess fyrir allan sjávarútvegsgeirann að nýta hliðarafurðir á sjálfbæran hátt
Fiskifréttir Viðskiptablaðsins sögðu frá því í byrjun desember að nýlega birtist grein í vísindatímaritinu Marine Drugs eftir starfsfólk BioPol og Háskólans á Akureyri um þróun aðferða til að hámarka nýtingu á kollageni úr grásleppuhvelju. Framkvæmdastjóri Biopol, segir þarna vera möguleg tækifæri til vinnslu. Fyrirtæki í Póllandi er nú með heit- og kaldreykta grásleppu héðan til skoðunar. -
Þakkir á aðventu
Það var mikil og góð reynsla að fara í gegnum nýafstaðna kosningabaráttu sem oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Baráttan var snörp en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. Fyrir mig persónulega var brekkan brött þar sem flokkurinn hefur ekki áður náð kjöri í kjördæminu. En ætlunarverkið tókst og ég er afar þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Það skiptir miklu máli fyrir Viðreisn að eiga nú þingmenn í öllum kjördæmum. Það mun án efa þroska flokkinn og skilninginn á stöðu hvers landshluta fyrir sig. Skilaboð kjósenda voru skýr – fólkið í landinu er að kalla eftir breytingum. Nú er mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að svara því kalli með afgerandi hætti.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Þakkir á aðventu
Það var mikil og góð reynsla að fara í gegnum nýafstaðna kosningabaráttu sem oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Baráttan var snörp en á sama tíma ótrúlega skemmtileg. Fyrir mig persónulega var brekkan brött þar sem flokkurinn hefur ekki áður náð kjöri í kjördæminu. En ætlunarverkið tókst og ég er afar þakklát fyrir stuðninginn og traustið. Það skiptir miklu máli fyrir Viðreisn að eiga nú þingmenn í öllum kjördæmum. Það mun án efa þroska flokkinn og skilninginn á stöðu hvers landshluta fyrir sig. Skilaboð kjósenda voru skýr – fólkið í landinu er að kalla eftir breytingum. Nú er mikilvægt fyrir nýja ríkisstjórn að svara því kalli með afgerandi hætti.Meira -
Skagafjörður áætlar jákvæðan rekstur og miklar framkvæmdir
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025 til 2028 var samþykkt af sveitarstjórn 27. nóvember sl., en með henni er mörkuð stefna um fjárheimildir sviða og stofnana sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára, ásamt getu sveitarfélagsins til framkvæmda, viðhalds og niðurgreiðslu skulda. Með fjárhagsáætluninni var einnig samþykkt áætlun um nýfjárfestingar og viðhaldsverkefni á árinu 2025, en nýfjárfestingar hafa aldrei í sögu sveitarfélagsins verið áætlaðar meiri en á komandi ári, eða í heild framkvæmdir upp á tæpan einn og hálfan milljarð.Meira -
Kæru íbúar og kjósendur í Norðvesturkjördæmi
Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi viljum nota þetta tækifæri til að koma á framfæri okkar innilegustu þökkum fyrir þann mikla stuðning og hvatningu sem þið hafið sýnt Samfylkingunni í nýafstöðnum kosningum. Ykkar traust er dýrmætt og knýr okkur áfram í baráttunni fyrir betra samfélagi. Samfylkingin bætti verulega við sig í kosningunum og fékk einn þingmann kjörinn í kjördæminu.Meira
Hr. Hundfúll
-
Fimmtudagur 7. nóvember 2024
Viðvaranir
Ætli það sé tilviljun að Veðurstofan gefi út appelsínugula viðvörun daginn eftir að það varð ljóst að Donald Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna?
SiggaSiggaSigga
-
Laugardagur 25. maí 2024
Nagaði göt á öryggisnetið á trampólíninu
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 84: Séra Sigríður
Nafn: Sigríður Gunnarsdóttir.
Árgangur: 1975.
Fjölskylduhagir: Gift Þórarni Eymundssyni og við eigum Eymund Ás, Þórgunni og Hjördísi Höllu.
Búseta: Búsett á Sauðárkróki.
Hverra manna ertu: Er dóttir Helgu Árnadóttur og Gunna...
Tón-Lystin
-
„Jólalögin eru best eins og þau munu hljóma í Gránu“ / HULDA JÓNASAR
Hulda Jónasdóttir býr í Mosfellsbæ, nánar tiltekið Mosfellsdalnum sem hún telur að sé trúlega einn fallegasti staðurinn á landinu. Hulda, sem er af 1963 árganginum, hefur verið iðin við að setja upp tónleika síðustu árin. „Ég ólst upp á Króknum og tel það mikil forréttindi. Krókurinn var og er dásamlegur staður. Ég er dóttir hjónanna Jónasar Þórs Pálssonar (Ninna málara), sem var mjög áberandi í menningarlífi Skagfirðinga hér á árum áður, trommari, leiktjaldasmiður, málari og margt annað, og Erlu Gígju Þorvaldsdóttur sem einnig hefur sett sinn svip á menningarlífið, átti m.a. lög í söngvakeppnum og hefur samið töluvert af tónlist og á eitt jólalag á væntanlegum jólatónleikum okkar í Gránu.“