Fréttablað á Norðurlandi vestra kemur út vikulega með fréttir af svæðinu.
-
Arnar setti niður átta þrista gegn Póllandi
Það styttist óðum í að Evrópumótið í körfubolta skelli á og eflaust eru einhverjir hér á svæðinu sem ætla að skella sér til Póllands. Íslenska landsliðið er á fullu í undirbúningi fyrir mótið og þar stefna menn á fyrsta sigurinn á stórmóti. Fyrir nokkrum dögum lék landsliðið æfingaleik gegn Pólverjum og tapaðist leikurinn með tveimur stigum, 92-90. Þar fór Tindastólsmaðurinn Arnar Björnsson á kostum og var stigahæstur íslensku leikmannanna. Tölfræði hans í þeim leik var til fyrirmyndar.
-
Sigla strandsiglingar í strand?
Feykir sagði frá því um miðjan júlí að Eimskip hefði í hyggju að hætta strandsiglingum til Sauðárkróks, auk Ísafjarðar, Akureyrar og Húsavíkur, í ljósi lokunar kísilverksmiðjunnar á Bakka við Húsavík. Í kjölfar þessarar ákvörðunar Eimskips ákvað Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra á setja á laggirnar starfshóp vegna málsins. Á fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 23. júlí sl. var síðan samþykkt að skora á iðnaðarráðherra að „...hraða vinnu hópsins sem leiði samtal við hagaðila um möguleika strandsiglinga og geri tillögur til úrbóta.“ -
Gæðingar nutu sín í Sviss
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss lauk á sunnudaginn. Er mál manna að vel hafi tekist til og Svisslendingar staðið fagmannlega að mótshaldinu. Heimsmeistaramótum er skipt í tvo hluta, íþróttakeppni og kynbótasýningar. -
Bekkur tileinkaður minningu Gísla Þórs
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur á undanförnum misserum komið upp fjölmörgum bekkjum víðsvegar í Sauðárhlíð og í Litla Skógi á Sauðárkróki. „Einn slíkur bekkur er frábrugðinn öðrum, en hann er skreyttur ljóði og lagi eftir Gísla Þór Ólafsson (1979–2025), sem starfaði undir skáldanafninu Gillon,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Skagafjarðar en bekkinn má finna á milli Raftahlíðar og Eskihlíðar, við upphaf göngustígsins upp á Sauðárháls. -
Silli kokkur styður kvennalið Tindastóls
Silli kokkur og hans lið er vel kunnugt á Sauðárkróki en þar kemur hann reglulega með matarvagninn sinn og býður upp á gómsætan götumat.
Ljósmyndavefur Feykis
Ertu með snjalla hugmynd
varðandi myndefni?
feykir@feykir.is
-
Enn um Skatastaðavirkjun
Virkjanakostir í Héraðsvötnum í Skagafirði, þar á meðal 156 megavatta Skatastaðavirkjun, fara ekki í verndarflokk heldur í biðflokk rammaáætlunar. Þetta er samkvæmt tillögu sem Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra orku- og umhverfismála, hyggst leggja fyrir Alþingi í haust og hann kynnir núna í samráðsgátt stjórnvalda. Ennfremur leggur hann þar til að Urriðafossvirkjun í Þjórsá verði í nýtingarflokki en ekki í biðflokki. -
Rabb-a-babb 237: Gummi Steingríms
Að þessu sinni hittir Rabbið fyrir Guðmund Steingrímsson sem er landsmönnum að góðu kunnur. Hann fæddist árið 1972 en er nú giftur tveggja barna faðir í Vesturbænum í Reykjavík. Hann stundar doktorsrannsóknir í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. „Ég ætla að verða Dr. Gummi“ segir hann –sennilega sposkur á svipinn. -
Sverrir skoraði ekki í sigurleik gegn toppliðinu
Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum nú undir kvöld en þá mættu Tindastólsmenn toppliði Augnabliks frá Kópavogi. Stólarnir hafa sýnt góða takta í Fótbolti.net bikarnum en gengið hefur verið upp og ofan í 3. deildinni. Strákarnir gerðu sér hins vegar lítið fyrir í dag og lögðu toppliðið 3-1 og hafa nú unnið tvo strembna leiki í deildinni og hafa nú komið sér nokkuð þægilega fyrir um miðja deild – eru hvorki í topp- né fallbaráttu. -
Gaman að koma heim og spila fyrir fólkið sem hefur haldið með mér frá fyrsta gítargripi
Í júlí var boðið upp á flotta tónleika í Gránu á Sauðárkróki en þá tróðu upp þau GDRN og Reynir Snær gítarséní en hann er Króksari í húð og hár og einn eftirsóttasti gítarleikari landsins síðustu árin. Það virðist í raun vart hægt að halda almennilega tónleika lengur án þess að Reynir Snær sé fenginn til að sjá um gítarleikinn. Feykir tók viðtal. -
Ivan Gavrilovic til liðs við Stólana
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hinn serbneska Ivan Gavrilovic um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. Kappinn er um 2,05 metrar frá toppi til táar, fæddur 6. mars 1996, og spilaði síðast með Arka Gdynia í Póllandi. Hann hefur komið víða við á ferlinum og auk Póllands þá hefur hann stigið dansinn í Austurríki, Búlgaríu, Litháen, Norður Makedóníu, Serbíu og Slóveníu. -
480 leikir spilaðir á Króksmótinu
Króksmótið í knattspyrnu fer fram nú um helgina á Sauðárkróksvelli en það er fyrir drengi í 6. og 7. flokki. Að þessu sinni taka 96 lið frá tuttugu íþróttafélögum þátt í mótinu og því hátt í 600 sparktæknar sem þeysa um græna grundu í leit að mörkum og sigrum, gleði og góðum tíma.
Mest skoðað
Uppskriftir frá lesendum
Pistlar
-
Væri ekki hlaupið út aftur
Aðsend Grein: Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandsins um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018.Meira -
Gott að sem flestir viti um dragnótaveiðar | Friðbjörn Ásbjörnsson skrifar
Aðsend grein. Ég þekki engan sem vinnur við sjávarútveg sem ekki vill umgangast lífríki hafsins af mikilli tillitssemi og með eins sjálfbærum hætti og frekast er unnt. Alls engan. Þess vegna svíður svolítið – og eiginlega svolítið mikið – undan því þegar vísindalegar niðurstöður eru að engu hafðar og tiltekin veiðarfæri tortryggð og töluð niður árum saman með dylgjum og jafnvel fullyrðingum sem ganga þvert á það sem sannara reynist. Þess vegna skrifa ég þessar línur og vona að sem flestir gefi sér nokkrar mínútur til þess að lesa þær.Meira -
„Ganga að öllu leyti í hans stað“ | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.Meira
Hr. Hundfúll
-
Þriðjudagur 27. maí 2025
Krakkarnir brillera en reiknimeistarar klúðra
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tón-Lystin
-
Gleðibankinn er sannarlegur ógleðibanki / BJÖRN LÍNDAL
Tónlistarmaður er nefndur Björn Líndal Traustason (1962) og býr við Hlíðarveg á Hvammstanga. Hann er Húnvetningur í húð og hár, sonur Trausta og Lilju á Laugarbakka í Miðfirði og er framkvæmdastjóri SSNV. Björn hefur komið við í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Lexíu frá Hvammstanga, en hann spilar á allnokkur hljóðfæri þó gítarinn hafi alltaf heillað mest. Hann segist þó alveg laus við að hafa unnið einhver tónlistarafrek en bætir við... „– Það var samt ákveðið afrek að starfa sem tónlistarkennari um tíma, en ég hélt það ekki lengi út.“
Viðburðir á Norðurlandi vestra
Feykir á Facebook
Rabb-a-babb
-
Rabb-a-babb 164: Friðrik Már
Nafn: Friðrik Már Sigurðsson.
Búseta: Lækjamót í Víðidal, Húnaþingi vestra.
Hvað er í deiglunni: Taka sæti í sveitarstjórn og byggðaráði í Húnaþingi vestra. Næstu fjögur ár verða bæði spennandi og krefjandi. Ég hlakka mikið til.
Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Myndi bjóða Trump, Pútín og Kim Jong Un, en hef ekki hugmynd af hverju. Ætli ég myndi ekki grilla fyrir þá folaldakjöt.
Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Aftur á bak.