Um Feyki

Feykir er héraðsfréttablað Norðurlands vestra. Blaðið kemur út vikulega, alls 48 tbl. á ári, og fer til áskrifenda og er selt í lausasölu í landshlutanum. Feykir heldur samhliða úti vefmiðlinum Feykir.is.

Í blaði og á vef eru fréttir, fjallað um viðburði af ýmsu tagi og hvað íbúar samfélagsins eru að fást við hverju sinni. Til umfjöllunar er allt sem viðkemur Norðurlandi vestra og íbúar svæðisins gætu þurft að vita og/eða haft ánægju af. Ef þú lesandi góður hefur eitthvað fram að færa, þá vinsamlegast hafðu samband.

Stefna Feykis er að gefa út vandað svæðisfréttablað, jafnframt því að halda úti vefmiðli, á jákvæðum nótum.

Það er von okkar að Norðvestlendingar kunni að meta það sem miðillinn hefur upp á að bjóða og að hann muni stækka og dafna þegar fram líða stundir. Á svæðinu er gróskumikið og öflugt samfélag sem verðskuldar öflugan fjölmiðil.

 

Fólkið á bakvið Feyki

Oli Arnar BrynjarssonÓli Arnar Brynjarsson – Ritstjóri
oli@feykir.is  / sími 455 7175

Óli Arnar tók við af Palla Friðriks sem ritstjóri Feykis 1. ágúst 2023. Hann hefur verið viðloðandi Feyki frá því árið 2003 en þá hóf hann að setja blaðið upp í ritstjórnartíð Árna Gunnarssonar undir merkjum Hinna sömu sf. Flutti sig yfir á Nýprent í nóvember 2005 og hefur unnið við uppsetningu Feykis og sinnt annarri hönnunar- og setjaravinnu síðan. Feykir hefur þó orðið stærri og stærri partur af vinnunni; fréttaskrif, þáttaumsjón, viðtöl og margt fleira. 

 

Sigridur GardarsdottirSigríður Garðarsdóttir – Auglýsingar og pistlaskrif
siggag@nyprent.is  / sími 455 7171

Sigga sér um daglegan rekstur Feykis og Nýprents og er auglýsingagúrú miðlanna. Ef þig vantar að koma vöru, viðburði eða einhverju slíku á framfæri þá tekur Sigga vel á móti þér með einstakri glaðværð og þjónustulund sem henni einni er lagið. Hún sér einnig um aflafréttir og matarþáttinn sem eiga sinn fasta sess í Feyki auk annarra þátta sem dúkka upp af og til í blaðinu eða á Netinu.

 

Klara Björk Stefánsdóttir - Sjónhorn og pistlaskrif
klara@nyprent.is / sími 455 7174

Klara setur upp og sér um að Sjónhornið komist í prent í hverri viku. Það er fjölmargt annað sem hún tekur sér fyrir hendur í Nýprent enda afskaplega jákvæð, greiðvikin og listræn. Hún á líka sína þætti í Feyki þar sem hún fær fólk til að svara Spurningu vikunnar í hverju blaði auk þess að sjá um þáttinn Hvað ertu með á prjónunum en þar segir fólk frá handverki sínu. Þá er hún heimsins besti græjari í sambandi við alls kyns hönnun og prentun á öllu því stóru og smáu sem hægt er að láta sér detta í hug að prenta.

 

Saga fjölmiðilsins

Héraðsfréttablaðið Feykir var stofnað árið 1981. Fyrsta tölublaðið kom út þann 10. apríl það ár og hefur blaðið komið út óslitið síðan. Nýprent ehf. er útgefandi Feykis frá árinu 2006 og árið 2008 hóf Feykir að halda úti vefmiðlinum Feykir.is, samhliða blaðaútgáfunni. Feykir hefur aðsetur á Sauðárkróki.

Ritstjórar hafa verið tólf talsins; sá fyrsti Baldur Hafstað (1981-1982), Þorsteinn Broddason (1982-1982), Guðbrandur Magnússon (1982-1985), Hávar Sigurjónsson (1985-1985), Jón Gauti Jónsson (1986-1987), Ari Jóhann Sigurðsson (1987-1988), Þórhallur Ásmundsson (1988-2004), Árni Gunnarsson (2004-2006), Guðný Jóhannesdóttir (2006-2011), Páll Friðriksson (2011-2014), Berglind Þorsteinsdóttir (2014-216 ), Páll Friðriksson (2016-2023) og Óli Arnar Brynjarsson (2023-?)

 

-------------------------------

Vakin er athygli á því að vitna má í efni á vef Feykis, sé heimilda getið. Nýprent áskilur sér rétt að innheimta gjald samkvæmt eigin gjaldskrá af fjölmiðlum sem ekki virða höfundarrétt eða taka ljósmyndir ófrjálsri hendi.

Feykir / Nýprent ehf.
Hesteyri 2 - 550 Sauðárkrókur
Kt: 431204-2820

feykir@feykir.is 
Ritstjórn: 455 7176
Auglýsingasími: 455 7171