Matgæðingar

Partýréttir sem aldrei klikka

Það voru þau Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir og Guðmundur Henry Stefánsson á Skagaströnd sem sáu um matarþátt Feykis í 47. tbl. Feykis í desember árið 2018. Þau gáfu lesendum uppskriftir að nokkrum partýréttum sem klikka aldrei. „Fyrsti rétturinn er frá Maju vinkonu,“ sagði Hrefna Dögg, „ég smakkaði hann fyrst þegar ég var hjá henni á áramótunum og tengi ég hann því alltaf við áramótin. Þetta er fljótlegt og ofureinfalt og er gert við hvert tækifæri hjá okkur.“
Meira

Rauðrófusúpa og skankar

Matgæðingur í 46. tbl. Feykis árið 2018 var Hallgrímur Valgeir, eða Halli Valli, sem býr á Hvammstanga ásamt konu sinni, Linu Yoakum sem er frá Litháen, og syninum Maximus. Hallgrímur sagði að þau hefðu gaman af að elda alls kyns mat og gaf hann okkur spennandi uppskriftir af rauðrófusúpu og lambaskönkum.
Meira

Skaflasteik og eftirréttur óbyggðanna

„Við þökkum fyrir áskorunina frá Steinunni og Sigga. Stefán hefur í gegnum tíðina ferðast mikið á fjöllum og er uppáhaldsmaturinn hans svokölluð skaflasteik. Það er því kærkomið að segja ykkur frá því hvernig slík steik er matreidd en hana má grilla jafnt í holu í jörðinni sem og í holu sem grafin er í skafl. Eftirrétturinn er svo réttur sem varð til úr afgöngum í hálendisgæslu Skagfirðingasveitar sumarið 2015 en við erum bæði virkir félagar í björgunarsveitinni,“ sögðu þau Hafdís Einarsdóttir, kennari við Árskóla, og Stefán Valur Jónsson, starfsmaður Steypustöðvarinnar á Sauðárkróki sem voru matgæðingar Feykis í 44. tbl. ársins 2018.
Meira

Rjómalagaður kjúklingaréttur, eplapæ og hollt nammi

Matgæðingar í 43. tbl Feykis árið 2018 voru þau Linda Björk Ævarsdóttir og Kristján Steinar Kristjánsson á Steinnýjarstöðum í Skagabyggð. „Við eigum fjögur börn á aldrinum 16-27 ára. Erum með hefðbundinn búskap, aðalega mjólkurkýr, en eigum líka nokkrar kindur og hesta. Einnig er ég lærður ZUMBA danskennari,“ sagði Linda Björk en þau hjón gáfu okkur þrjár spennandi uppskriftir. „Kjúklingarétturinn er frá móður minni, Rögnu, og mikið vinsæll á okkar heimili, á eftir lambalærinu.“
Meira

Þrír fljótlegir og spennandi kjúklingaréttir

Það er Hrefna Samúelsdóttir á Hvammstanga gaf lesendum sýnishorn af því sem henni þykir skemmtilegt að elda í matarþætti Feykis í 42 tbl. 2018. Hrefna, sem er þriggja stráka móðir, segir að sér finnist gaman að elda alls konar öðruvísi rétti og sækir sér gjarna uppskriftir á netið en þaðan eru þessir réttir einmitt fengnir. Við látum slóðirnar fylgja með.
Meira

Tartalettur, kjúklingur í sweet chili rjómasósu og geggjaður eftirréttur

Matgæðingar í 41. tölublaði ársins 2018 voru þau Steinunn Valdís Jónsdóttir og Sigurður Ingi Ragnarsson, búsett á Sauðárkróki.  Steinunn og Sigurður eiga fjögur börn sem voru þegar þátturinn var gefinn út á aldrinum 13 - 23 ára. Þau gáfu þau okkur uppskriftir að þremur réttum sem þau sögðu fljótlegar og vinsælar hjá fjölskyldumeðlimum.
Meira

Vinsæll kúrekapottréttur og eplakaka með marengs

Matgæðingar 38. tölublaðs Feykis árið 2018 voru Ósk Jóhannesdóttir og Guðmann Valdimarsson, búsett á Blönduósi en Guðmann er Blönduósingur að upplagi og Ósk er fædd og uppalin á Akureyri. Guðmann vinnur hjá Rafmagsverkstæðinu Átak en Ósk er heimavinnandi ásamt því að vinna með fötluðum. Þau eiga tvö börn, Valdimar Loga og Stefaníu Björgu.
Meira

Góðir þorskhnakkar og marengsterta

Uppskriftir 37. tölublaðs 2018 komu úr Skagafirðinum en það voru hjónin Hulda Björg Jónsdóttir og Konráð Leó Jóhannsson sem gáfu okkur þær. Þau búa á Sauðárkróki og starfa bæði hjá FISK Seafood, Konráð sem viðhaldsmaður og Hulda er starfsmanna- og gæðastjóri. Þau telja því vel við hæfi að gefa uppskrift af ljúffengum þorskhnökkum sem þau segja að vel sé hægt að nota spari líka og ekki saki að fá sér marengstertusneið í eftirrétt.
Meira

Hummus og nautagúllas

Matgæðingar í 36. tölublaði ársins 2018 voru þau Olivia Weaving og Sigurður Kjartansson, kúabændur, búa á Hlaðhamri í vestanverðum Hrútafirði ásamt dætrunum Sigurbjörgu Emily og Maríu Björgu.
Meira

Humarpizza og súkkulaðimús

Ásdís Adda Ólafsdóttir, sjúkraþjálfari og Sigurgeir Þór Jónasson, rafmagnsverkfræðingur  voru matgæðingar vikunnar í 35 tbl. FEkis 2018. Þau búa á Blönduósi ásamt sonum sínum tveimur, þeim Arnóri Frey og Ísari Val en þangað fluttu þau árið 2017 eftir níu ára búsetu í Danmörku við nám og störf. „Við ætlum að deila með ykkur uppskrift af humarpizzu sem er í algjöru uppáhaldi og fljótlegri og góðri súkkulaðimús í eftirrétt,“ sögðu þau.
Meira