Matgæðingar vikunnar í tbl. 15, 2024, voru Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson í Skagafirði. Daníel er uppalinn á Króknum og eru foreldrar hans Helga Hjálmarsdóttir, frá Hólkoti í Unadal, og Þórarinn Þórðarson, frá Ríp í Hegranesi. Stefán er héðan og þaðan, eins og hann orðaði það sjálfur, en hann ólst upp á Kjalarnesi og var einnig nokkur ár í Danmörku á uppvaxtarárunum.
Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Það var toppslagur í Garðabænum í kvöld þar sem topplið Stjörnunnar tók á móti liði Tindastóls sem var í öðru sæti Bónus-deildarinnar. Stólarnir spiluðu vel bæði í sókn og vörn og tóku völdin í öðrum leikhluta. Þeir voru níu stigum yfir í hálfleik og náðu góðu forskoti í síðari hálfleik. Stjörnumenn áttu gott áhlaup í kjölfar þess að Drungilas fékk sína fimmtu villu en Arnar slökkti í þeim og Stólarnir smelltu sér á topp deildarinnar. Lokatölur 82-90.
„Þau gleðitíðindi bárust að norðan með seinni rútunni að fyrirliði Kormáks Hvatar, Acai Nauset Elvira Rodriguez, hefði framlengt samning sinn og myndi leika með liðinu í sumar!.“ Þannig hófst tilkynning á Aðdáendasíðu Kormáks á Facebook í gærkvöldi en Acai hefur leikið 70 leiki með liði Kormáks/Hvatar á fjórum tímabilum.
Það er allt útlit fyrir að verkfall kennara skelli á í fyrramálið en um er að ræða 14 leikskóla þar sem verkföllin eru ótímabundin, kennarar sjö grunnskóla fara í verkfall ýmist í þrjár eða fjórar vikur en óljóst er með verkföll í framhalds- og tónlistarstkólum. Líkt og Feykir hefur áður greint frá eru kennarar leikskólans Ársala á leið í verkfall á ný.
Nú eru liðin þrjátíu ár frá því snjóflóðin féllu á Súðavík en þar létust 14 manns. Feykir komst yfir frásögn Jóns Halls Ingólfssonar, heiðursfélaga Skagfirðingarsveitar, af því þegar hópur úr björgunarsveitinni lagði í sjóferð með Múlafossi, vestur til að aðstoða við björgun. Þessa daga var veðrið stjörnubrjálað og allar aðgerðir erfiðar. Ferðin varð söguleg og mikil lífsreynsla fyrir þau sem í hana fóru og eitthvað sem gleymist sjálfsagt aldrei.
G. Þórdís Halldórsdóttir býr á Ytri Hofdölum í Viðvíkursveit, fædd á því herrans ári 1987, ári eftir að foreldrar hennar þau Halldór Jónasson og Halldóra Lilja Þórarinsdóttir fluttu í Skagafjörðinn úr Svarfaðardalnum, sem Þórdís segir hafa verið það gáfulegasta sem þau hafi gert.
Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki hvað síst við í íþróttum og hvergi meir en í þjóðaríþróttinni, handbolta, þar sem vonir og væntingar eiga það til að rjúka upp í svo miklar hæðir að ekkert blasir við annað en hyldýpið þegar sætir draumarnir breytast í skelfilega martröð.
Matgæðingar vikunnar í tbl. 14, 2024, voru Berglind Ósk Skaptadóttir, dóttir Skapta frá Hellulandi og Sillu frá Ljósalandi/Bergstöðum, og Guðmar Freyr Magnússon, sonur Valborgar frá Tunguhálsi 2 og Magnúsar Braga frá Íbishóli. Berglind og Guðmar eru bæði uppalin í Skagafirði og eiga saman tvo drengi.
Loks berast nú fréttir frá knattspyrnudeild Tindastóls en á heimasíðu UMFT var sagt frá því í dag að bræðurnir Halldór Jón (Donni) og Konráð Freyr (Konni) Sigurðssynir hafa verið ráðnir þjálfarar meistaraflokksliða Tindastóls til næstu þriggja ára.
Síðast fórum við yfir hnöttinn alla leið til Ástralíu og töluðum við Hönnu Kent. Að þessu sinni skruppum við fram í mekka Skagafjarðar, Varmahlíð. Þar situr fyrir svörum Sirrý Sif Sigurlaugardóttir, félagsráðgjafi og doktorsnemi við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, eiginkona og móðir. Spurningin er hvort doktorsnemi hafa tíma til að lesa eitthvað annað en námsbækur. Við sendum Bók-hald á Sirrý til að komast að því.
Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki hvað síst við í íþróttum og hvergi meir en í þjóðaríþróttinni, handbolta, þar sem vonir og væntingar eiga það til að rjúka upp í svo miklar hæðir að ekkert blasir við annað en hyldýpið þegar sætir draumarnir breytast í skelfilega martröð.
Þá erum við landsmenn komnir í sæng með Valkyrjunum eldhressu og nú verður gengið vasklega til verks, ermar verða uppbrettar, framtíðin björt og lífið fallegt. Þær Kristrún Frosta, Þorgerður Katrín og Inga Sæland komu, sáu og sigruðu – já, jafnvel Sigurjón digra – í alþingiskosningunum í lok nóvember og þær mynduðu síðan stjórn fyrir jól.
Mistök varðandi skil á utankjörstaðaatkvæðum virðast hafa verið einhver í nýlega afstöðnum kosningum. Herra Hundfúll er pínu hissa að það virðist sem þetta sé bara ekkert mál, ef marka má viðbrögð, bara svona óheppilegt og ekkert við þessu að gera samkvæmt leikreglunum.
Hvað er í deiglunni: Njóta sumarsins, utanlandsferð, fylgja strákunum mínum eftir á knattspyrnumótum hér heima og erlendis, skipuleggja Húnavökuhátíðina á Blönduósi og flutningar.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Græni ullarjakkinn sem ég klæddist sem var aðaltískan í þá daga. Fáir myndu láta sjá sig í þessum jökkum í dag.
Það er Eyþór Franzson Wechner sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni en hann er organisti Blönduóskirkju og nærsveita og kennir við Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga. Hans hljóðfæri er því pípuorgel. Eyþór er fæddur árið 1990 á Akranesi en bjó unglingsárin í Hafnarfirði. „Það er engin bein tenging við Skagafjörð eða Húnavatnssýslur, nema hvað að föðursystir mín bjó á Sauðárkróki ásamt fjölskyldu. Fór svolítið þangað í fríum til að heimsækja frænda minn, sem er á aldur við mig. Svo flytur mamma á Hjalla í Akrahreppi fyrir um tólf árum og ég til Blönduóss fyrir níu árum.“