Dagrún Dröfn Gunnarsdóttir býr á Freyjugötunni á Sauðárkróki og verður fermd í Sauðárkrókskirkju þann 19. apríl af sr. Sigríði Gunnarsdóttur. Foreldrar hennar eru Klara Björk Stefánsdóttir og Gunnar Smári Reynaldsson.
Sigrún Alda Sigfúsdóttir er fædd og uppalin í Skagafirði, örverpið í stórum barnahópi þeirra Sigfúsar og Guðrúnar í Stóru-Gröf syðri. Sigrún flutti til Reykjavíkur þegar hún var 17 ára og hefur búið þar síðan. Í dag býr hún í Mosfellsbæ ásamt fjölskyldunni sinni. Sigrún er í sambúð með Arnari Jónssyni, verkefnastjóra og eiganda fyrirtækisins Parallel. Saman eiga þau þrjú börn, Rebekku Eik sem er 7 ára og tvíburadrengina Jón Ými og Sigfús Orra sem eru 4 ára. „Við Arnar ætlum loksins eftir tíu ára samband að ganga í hjónaband í sumar og ætlum að sjálfsögðu að gera það á fallegasta staðnum, Skagafirði.“ Sigrún er talmeinafræðingur sem gaf nýverið út bók sem hugsuð er til að auka orðaforða barna í gegnum sögulestur. Feykir spjallaði við Sigrúnu um nýju bókina og lífið.
Rebekka Kristín Danielsdóttir Blöndal verður fermd þann 26. apríl í Blönduóskirkju. Rebekka Kristín býr á Melabrautinni á Blönduósi og eru foreldrar hennar Gígja Bl. Benediktsdóttir og Daniel Kristjánsson. Hún sagði Feyki frá undirbúningi fermingarinnar og ýmsu öðru tengt deginum.
Háholt verður sett í sölu á ný en þann 5. mars sl. samþykkti byggðarráð Skagafjarðar tilboð í eignina með gagntilboði sem tilboðsgjafi féllst á. Í fundargerð byggðarráðs segir að tilboðið hafi verið háð fyrirvara um fjármögnun en kaupanda tókst ekki að sýna fram á fjármögnun fyrir tilskilinn frest.
„Í okkar herbúðum ríkir tilhlökkun að takast á við þessa áskorun; að mæta deildarmeisturum Tindastóls. Liðin hafa fjórum sinnum mæst á undanförnum tveimur leiktímabilum og allt verið sannkallaðir hörkuleikir,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, þegar Feykir spurði hann hvernig einvigi Álftnesinga og Tindastóls legðist í hann.
Bjarni Bragi Bessason verður fermdur af sr. Guðna Þór í Hólaneskirkju þann 8. júní. Bjarni Bragi býr á Skagaströnd og eru foreldrar hans Jóhanna Guðrún Karlsdóttir og Þráinn Bessi Gunnarsson. Hann sagði frá undirbúningi fermingarinnar í Fermingar-Feyki.
Kór Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal er skipaður kraftmiklu fólki sem kallar ekki allt ömmu sína og stjórnandi þessa galvaska og síkáta hóps, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, vílar fátt ef nokkuð fyrir sér. Það er því oftar en ekki í þessu samstarfi að ýmsum hugmyndum er hrundið í framkvæmd. Fyrir ekki svo löngu kviknaði hugmynd um að syngja í kirkjum Skagafjarðar og úr varð heljarinnar verkefni - Sálmafoss í Skagafirði.
Stólastúlkur léku fyrsta leik sinn þetta sumarið í Bestu deild kvenna í gær en þá komu nýlaðar FHL í heimsókn á Krókinn. Aðstæður voru ágætar þó hitastigin hafi ekki verið mörg. Það var enda vorbragur á leiknum og liðin enn að slípast saman. Bæði lið fór illa með ágætar sóknir í fyrri hálfleik en lið Tindastóls náði betri tökum á leiknum í þeim síðari og gerði þá eina mark leiksins. Þrjú mikilvæg stig því komin í pottinn og áfram gakk.
Það réðst í fyrrakvöld hverjir yrðu andstæðingar Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla. Flestir reiknuðu með að annað hvort yrði það lið Grindavíkur eða Álftanes sem yrðu andstæðingar Stólanna og það fór svo að lokum að Álftanes varð niðurstaðan. Fyrsti leikur liðanna verður í Síkinu annan í páskum og hefst leikurinn kl. 17.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur staðfest endurskoðaða húsnæðisáætlun fyrir árið 2025. Í frétt á vef HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar) segir að samkvæmt áætluninni sé gert ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins muni fjölga um 415 á næstu tíu árum, sem samsvarar 9,4% aukningu. Til samanburðar hefur íbúum fjölgað um 106 frá árinu 2021, eða 2,5%.
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir ólst upp á Blönduósi en nefnir líka Sólheima í Svínadal og Kringlu í Torfalækjahreppi ef hún þarf að fara aftar í upprunann. Hugrún hefur búið á Skagaströnd í tæp tuttugu ár, er gift, á börn, barnabarn og hund. Hugrún vinnur í Tónlistarskóla Austur -Húnavatnssýslu, í Hólaneskirkju og einnig hér og þar við að flytja tónlist. Hún sagði Feyki aðeins frá fermingardeginum sínum.
Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Nafn: Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Fjölskylduhagir: Trúlofuð Mána Atlasyni lögmanni og eigum við saman Atla Stein sem er 17 mánaða orkubolti. Hverra manna ertu og hvar upp alin: Dóttir Aðalheiðar Böðvarsdóttur og Þorsteins Sigurjónssonar, alin upp á Reykjum 2 í Hrútafirði. Starf / nám: Læknir, akkúrat þessa stundina starfa ég á kvenna- og fæðingadeild Landspítalans. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Mig langaði alltaf að vinna í apótekinu á Hvammstanga eða í gróðurhúsinu hjá Huldu frænku. Hver er elsta minningin sem þú átt? Ég er nokkuð viss um að ég muni eftir því þegar ég var enn á brjósti og systkini mín voru að stríða mér yfir því, enda að nálgast 4 ára aldurinn.
Karl Jónsson, eða bara Kalli Jóns, ólst upp í syðri bænum á Sauðárkróki, nánar tiltekið á Hólaveginum og nágrenni. Hann býr nú heldur utar í bænum. Hljóðfærið hans Kalla eru trommur en hann lék reyndar á trompet í 5 ár. Hann er fæddur árið 1969.Myndi frekar tromma í sturtunni ef það væri hægt