Úrslitakeppnin í Bónus deild karla hefst í kvöld en á Króknum taka deildarmeistarar Tindastóls á móti óútreiknanlegu liði Keflavíkur. Leikurinn hefst kl. 19:00 og má reikna með að stuðningsmenn fjölmenni í Síkið. Lið gestanna rétt skreið inn í úrslit...
Það slyddar eða snjóar hér á Norðurlandi vestra fyrri part dags og jörð víðast hvar hvít þegar íbúar opnuðu augun í morgunsárið. Snjóþekja er víða á vegum, skyggni sums staðar ekki gott og því æskilegt að fara að öllu með gát. Unnið er að mokstri á Öxnadalsheiði en færð er fín í Vestur-Húnavatnssýslu þó reikna megi með hálfkublettum. Það dregur úr úrkomunni þegar líður að hádegi.
Á heimasíðu Árskóla segir af því að Alfreð Guðmundsson, kennari við skólann, hafi gefið út skemmtilega ljóðabók, Dýrin á Fróni, með vísum sem hann orti um íslensku dýrin. Síðastliðinn mánudag mættu hjónin Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari, sem skipa tvíeykið Dúó Atlantico, í Árskóla og fluttu ljóðin fyrir nemendur mið- og yngsta stigs.
Úrslitakeppnin í Bónus deild kvenna hófst í gærkvöldi og lið Tindastóls sótti þá Íslandsmeistara Keflavíkur heim. Israel og Hlynur mættu með aðeins átta stúlkur til leiks en meðal annars vantaði bæði Ilze og Rannveigu í hópinn en þær voru veikar. Heimaliðið byrjaði vel og hleypti gestunum í raun aldrei inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 46-33 en lokatölur 91-62.
Það er mikilvægt að öll heimili landsins geti komist af í að minnsta kosti 3 daga ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar. Við þurfum að búa okkur undir að vera án rafmagns og vatns í að minnsta kosti 3 daga.
Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur samið við þrjár bandarískar stúlkur um að leika með liðinu í sumar. Það eru Grace Pettet sem er örvfættur varnarmaður, framherjinn Makala Woods og markvörðurinn Genevieve Crenshaw en hún er reyndar enn ekki kominn með leikheimild þó Donni þjálfari sé bjartsýnn á að það styttist í það. Áður var búið að segja frá því að hin þýska Nicole Hauk væri genginn til liðs við lið Tindastóls.
Verkefnisstjórn um óformlegar viðræður um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra boðar til íbúafunda í Dalabúð þann 8. apríl kl. 17:00-19:00 og í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 9. apríl kl. 17:00-19:00.
Tríóið Hljómbrá sem skipað er „brussunum úr Blönduhlíðinni“ þeim Gunnu í Miðhúsum, Kollu á Úlfstöðum og Írisi Olgu í Flatatungu heldur sína fyrstu tónleika á Löngumýri, þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.00.
Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem fyrirhugaður var miðvikudaginn 2. apríl um eina viku til miðvikudagsins 9. apríl vegna óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna.
Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Kormákur/Hvöt atti kappi við lið Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri og fór leikurinn fram seinni partinn. Um var að ræða leik í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Heimamenn í Magna leiddu í hálfleik en leikar æstust í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2. Þá þurfti að grípa til framlengingar þar sem lið Húnvetninga missti snemma mann af velli og Grenvíkingar gengu á lagið og unnu leikinn 4-2.
Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Þruma úr heiðskýru var það kannski ekki, en vissulega reiðarslag. Við lokun sláturhússins á Blönduósi missa 20-30 manns vinnuna og héraðið missir einn af sínum stærstu vinnustöðum. Það er langt síðan ég hef búið í sveitinni en stóran hluta þess tíma hef ég unnið við verkefni tengd landbúnaði og byggðaþróun. Síðasta áratuginn á vettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna. Og það sem við sjáum gerast á Blönduósi er sagan endalausa. Stundum er það náma sem lokar, stundum herstöð, stundum stórt fyrirtæki, stundum ferðamannasvæði sem fer úr tísku og stundum bara hægfara þróun drifin af lágri fæðingartíðni og löngun unga fólksins að sækja menntun og vinnu í stærri þéttbýlisstaði.
„Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir.“ Svo segir í grein sem Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn við embætti Ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnborði Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, og Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs hjá embættinu og varamaður hjá stjórnborðinu, rituðu á Vísi nýverið.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Hljómsveitin Árstíðir fagnar útgáfu nýjustu breiðskífu sinnar “VETRARSÓL” með því að halda tónleika í Blönduóskirkju sunnudaginn 6. apríl kl. 17:00. Forsala miða er á tix.is en einnig verður selt inn við hurð og er miðaverð 4.900 kr.
Tónleikarnir í Blönduóskirkju byrja klukkan 17:00 og opnar húsið kl. 16:30
Að þessu sinni er það Róbert Smári Gunnarsson sem svarar Tón-lystinni í Feyki. Eins og margir vita þá er Róbert tvíbuarabróðir Inga Sigþórs en þeir bræður koma gjarnan fram saman eða á sömu viðburðum. Þeir eru fæddir árið 2000 sem Róbert kallar besta árganginn, meðal annars vegna þess hversu auðvelt er fyrir hann að reikna út hvað hann er gamall. Róbert segist Skagfirðingur í allar ættir og alinn upp á Króknum en nú er hann búsettur í Reykjavík. „Krókurinn er samt alltaf heim,“ bætir hann við.