Stólastúlkur léku fyrsta leik sinn þetta sumarið í Bestu deild kvenna í gær en þá komu nýlaðar FHL í heimsókn á Krókinn. Aðstæður voru ágætar þó hitastigin hafi ekki verið mörg. Það var enda vorbragur á leiknum og liðin enn að slípast saman. Bæði lið fór illa með ágætar sóknir í fyrri hálfleik en lið Tindastóls náði betri tökum á leiknum í þeim síðari og gerði þá eina mark leiksins. Þrjú mikilvæg stig því komin í pottinn og áfram gakk.
Það réðst í fyrrakvöld hverjir yrðu andstæðingar Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla. Flestir reiknuðu með að annað hvort yrði það lið Grindavíkur eða Álftanes sem yrðu andstæðingar Stólanna og það fór svo að lokum að Álftanes varð niðurstaðan. Fyrsti leikur liðanna verður í Síkinu annan í páskum og hefst leikurinn kl. 17.
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur staðfest endurskoðaða húsnæðisáætlun fyrir árið 2025. Í frétt á vef HMS (Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar) segir að samkvæmt áætluninni sé gert ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins muni fjölga um 415 á næstu tíu árum, sem samsvarar 9,4% aukningu. Til samanburðar hefur íbúum fjölgað um 106 frá árinu 2021, eða 2,5%.
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir ólst upp á Blönduósi en nefnir líka Sólheima í Svínadal og Kringlu í Torfalækjahreppi ef hún þarf að fara aftar í upprunann. Hugrún hefur búið á Skagaströnd í tæp tuttugu ár, er gift, á börn, barnabarn og hund. Hugrún vinnur í Tónlistarskóla Austur -Húnavatnssýslu, í Hólaneskirkju og einnig hér og þar við að flytja tónlist. Hún sagði Feyki aðeins frá fermingardeginum sínum.
Skagfirski kammerkórinn fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Kórinn var stofnaður 6. janúar árið 2000 af fámennum hópi Skagfirðinga í stofunni á Syðstu-Grund. Þeirra á meðal var Sveinn Arnar Sæmundsson organisti og kórstjóri sem stjórnaði kórnum til ársins 2002.
Atli Dagur Stefánsson tónlistarmaður hefur búið á Sauðárkróki „on & off“ eins og hann segir sjálfur síðan 2008 eða síðan hann var níu ára gamall, það gerir að Atli Dagur er fæddur 1999. Hann er sonur hjónanna Stefáns Vagns Stefánssonar og Hrafnhildar Guðjónsdóttur og kærasti Gabrielle Lacerda. Atli Dagur útskrifaðist síðasta vor með BA gráðu í Songwriting og hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og starfi. Feykir setti sig í samband við Atla Dag og forvitnaðist aðeins um hvað væri framundan.
Það verða glæsilegir tónleikar í Blönduóskirkju laugardaginn 3. maí kl. 15:00 en þá mæta félagarnir úr Karlakór Eyjafjarðar á svæðið. Þeir ætla að flytja alls konar lög úr öllum áttum fyrir gesti og verður dagskráin bæði fjölbreytt og skemmtileg.
Í gær var haldin samverustund á sal bóknámshúss Fjölbrautaskólans í tilefni af bílslysinu við Hofsós sl. föstudag. Settur skólameistari, Þorkell V. Þorsetinsson, flutti stutt ávarp og greindi frá fréttum af hinum slösuðu. Þar kom fram að þrír hinna slösuðu eru komnir af gjörgæslu og tveir þeirra hafa verið útskrifaðir af barnadeild Landsspítalans en ljóst er að mislangt bataferli er framundan hjá þeim öllum.
„Dásamlegu krakkarnir okkar sem komu að slysinu gerðu allt rétt,“ segir Ásdís Ýr Arnardóttir, sérfræðingur hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra, þegar Feykir leitaði eftir upplýsingum hjá henni um hvað beri að gera þegar komið er að slysi, líkt og varð við Hofsós sl. föstudag. Þá slösuðust fjórir piltar á aldrinum 17-18 ára alvarlega í bílslysi en um 30 ungmenni voru á leið í veislu á Hofsósi og voru á vettvangi þegar viðbragðsaðilar komu að. Mörgum þykir ónotaleg sú tilhugsun að koma að slysi og efast kannski um að þeir viti hvernig bregðast á við. En hvað á að gera þegar komið er að slysi?
Keppni í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hófst í gærkvöldi með tveimur leikjum. Breiðablik fór illa með Stjörnuna og Þróttur Reykjavík bar sigurorð af Fram-stúlkum Óskars Smára frá Brautarholti. Að sjálfsögðu skoraði hin hálfskagfirska Murr fyrsta mark Fram í efstu deild kvennaboltans en það dugði ekki til sigurs. Í kvöld taka Stólastúlkurnar hans Donna á móti liði FHL og hefst leikurinn kl. 18:00. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir fyrirliða Tindastóls, Bryndísi Rut Haraldsdóttur, sem hefur marga fjöruna sopið og nálgast nú óðfluga 250 leiki með liðinu.
Umhverfisdagur FISK Seafood verður haldinn 3. maí nk. frá klukkan 10-12. Áætlað er að tína rusl á strandlengjunni á Sauðárkróki (sem verður skipt upp í svæði), Nöfunum, í Litla skógi, í Varmahlíð, á Hólum, á Hofsósi, í Fljótunum og vegköntum um allan fjörð. Frá 12:15-13:00 mun FISK Seafood bjóða öllum þátttakendum að þiggja veitingar að Sandeyri 2.
Á fallegu þriðjudagskvöldi var Ærsladraugurinn eftir Noel Coward sýndur í Höfðaborg í uppsetningu Leikfélags Hofsóss undir leikstjórn Barkar Gunnars-sonar. Glaðvært miðasölufólk tók á móti leikhúsgestum og kátt sjoppustarfsfólk seldi ískaldar guðaveigar fyrir sýningu.
Málið sem kennt er við bókun 35 við EES-samninginn er í raun miklu stærra en bæði Icesave-málið og málið varðandi þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Miklir fjárhagslegir hagsmunir voru í húfi í Icesave-málinu sem snerist þó einungis um eina tiltekna lagagerð sambandsins. Tilskipun þess um innistæðutryggingar. Þriðji orkupakkinn varðar að sama skapi mikla hagsmuni í orkumálum en snýst þó að sama skapi um afmarkað regluverk.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Plötuspilarinn sem ég fékk í fermingargjöf frá mömmu og pabba.
Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Ég myndi eyða einum degi á Furðuströndum með Jóni Ósmann frænda mínum, það yrði eflaust forvitnilegur dagur.
Nú er það Stefán Þórarinn Ólafsson (1964), gítarleikari og hæstaréttarlögmaður hjá PACTA lögmönnum, sem svarar Tón-lystinni. Stefán er Húnvetningur, ólst upp á Steiná í Svartárdal og er sonur hjónanna Jónu Önnu Stefánsdóttur frá Steiná og Ólafs Blómkvist Jónssonar frá Keflavík. Hann býr á Blönduósi ásamt konu sinni, Erlu Ísafold. Feykir lagði Tón-lystina í faðminn á Stefáni snemma í desember og svaraði hann að bragði.