V-Húnavatnssýsla

Píratinn, Jón Þór Ólafsson, kærir oddvita yfirkjörstjórnar Norðvestur fyrir mögulegt kosningasvindl

Fyrrum þingmaður Pírata, Jón Þór Ólafsson, hefur kært framkvæmd atkvæðatalningar í Norðvesturkjördæmi í alþingiskosningum, sem fram fóru í haust, til lögreglu. Telur hann mögulegt að lögbrot hafi verið framið af hálfu yfirkjörstjórnar og byggir kæran á lýsingu málsatvika í greinargerð undirbúningsnefndar Alþingis fyrir rannsókn kjörbréfa (URK) og opinberum upplýsingum sem lögreglan sendi nefndinni.
Meira

Enginn úr sóttkví reyndist smitaður í FNV

Eins og fram kom á Feyki fyrir helgi greindist einn nemandi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra með Covid-19. Kennsla féll niður sl. föstudag og allir nemendur sendir í smitgát eða sóttkví í tengslum við þetta smit. Í gær var svo greint frá því á heimasíðu skólans að allir viðkomandi hafi fengið neikvæðar niðurstöður úr báðum sýnatökum.
Meira

Frjálsar handfæraveiðar – réttur sjávarbyggða og skref til sátta

Undan ströndum Íslands eru ein gjöfulustu fiskimið í heimi. Þessa auðlind hafa Íslendingar nýtt frá því land byggðist. Íbúar sjávarbyggðanna eiga tilkall til fiskimiðanna undan ströndum landsins. Þar hefur byggð frá landnámi byggst á fiskveiðum og landbúnaði. Nýjar atvinnugreinar, fiskeldi og ferðaþjónusta, eru árstíðabundin aukabúgrein. Takmarkanir stjórnvalda á veiðum íbúa undan ströndum sjávarbyggðanna eru skerðing á búseturétti þeirra.
Meira

Félag Hrossabænda fordæmir vinnubrögð við blóðtöku mera

Félags Hrossabænda hefur sent frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem vinnubrögð, sem viðhöfð voru og sjást á myndbandi við blóðtöku úr hryssum, eru hörmuð og fordæmd. Þar kemur einnig fram að forsvarsmenn félagsins hafa ávallt bent á að velferð hryssna og folalda í blóðhryssnabúskap þurfi að vera í fyrirrúmi.
Meira

Hvassri norðanátt og snjókomu spáð í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir smá hvelli í nótt, aðfaranótt miðvikudags, og hefur gefið út gula viðvörun vegna slæmrar veðurspár fyrir mest allt landið. Hér á Norðurlandi vestra gildir viðvörunin frá kl. 23 í kvöld til kl. 7 í fyrramálið. Á því tímabili má reikna með norðan 15-20 m/s og snjókomu, skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. „Varasamt ferðaveður,“ segir í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Meira

Vetrarþjónustu mjög ábótavant við ferðamannastaði

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands telur það óásættanlegt að vetrarþjónustu að vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé jafn ábótavant og raun ber vitni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi MN.
Meira

Tólf manns nú í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19

Heldur hefur nú fækkað í hópi þeirra íbúa á Norðurlandi vestra sem sæta einangrun vegna Covid-smita. Í þessari bylgju faraldursins nú í nóvember voru mest 20 manns í einangrun samtímis á svæðinu en samkvæmt stöðumynd frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra eru nú tólf manns í einangrun og 17 í sóttkví. Skiptingin er hnífjöfn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslna, sex í einangrun sitt hvoru megin Þverárfjalls og þrír í einangrun í sitt hvorri Húnavatnssýslunni.
Meira

Bytta Björns „dasks“ :: Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum

Byggðasafnið á Reykjum varðveitir töluvert marga báta en bátasmíði beggja vegna Húnaflóa var umfangsmikil á árum áður og margir rómaðir bátasmiðir sem létu eftir sig falleg og farsæl fley. Björn Guðmundsson (1830-1907) sem kallaður var daskari átti súðbyrtan smábát, gaflkænu, sem stundum voru kallaðar “byttur” vegna lögunar sinnar. Ekki er vitað um nafn, en hún var ævinlega kennd við eiganda sinn. Báturinn mun vera smíðaður á árunum 1870-78 og var gefinn safninu af Guðmundi Guðmundssyni í Grafarkoti í Vestur-Húnavatnssýslu. Þetta er lítil skekta, 4,82 metrar á lengd, breidd: 1,43 m og dýptin 71-77 sm.
Meira

115 umsóknir um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

Á heimasíðu SSNV segir frá því að frestur til að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra fyrir árið 2022 rann út fyrir réttri viku, föstudaginn 12. nóvember síðastliðinn. Þátttaka var góð og bárust alls 115 umsóknir í sjóðinn þar sem óskað var eftir 198 milljónum króna en til úthlutunar úr sjoðnum eru rúmar 70 milljónir króna.
Meira

Öflug starfsemi Leikflokks Húnaþings vestra :: Frumsýning á Pétri pan framundan og frumsamið leikrit í vor

Leikhópur Húnaþings vestra stefnir á að frumsýna leikritið um Pétur pan þann 11. desember á Hvammstanga. Samlestur hófst upp úr miðjum október og byrjuðu æfingar á fullum krafti 2. nóvember, sem ganga mjög vel að sögn Arnars Hrólfssonar, formanns Leikflokksins.
Meira