V-Húnavatnssýsla

Öxnadalsheiði lokuð til morguns í það minnsta

Leiðinda vetrarveður gengur nú yfir landið með hvassviðri og ofankomu. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að Öxnadalsheiðin er ófær, heiðin hefur verið lokuð vegna óveðurs frá því um hádegi og verður ekki opnuð aftur í dag. Áætlað er að staðan verði tekin næst kl. 8 í fyrramálið (fimmtudagsmorgun). Flestir aðrir vegir á Norðurlandi eru færir en víðast hvar er snjóþekja, hálka eða hálkublettir en aðstæður víða slæmar, éljagangur og skafrenningur, og því vissara að hafa varann á.
Meira

Farsæl samvinna Farskólans og stéttarfélaga heldur áfram

Frá árinu 2013 hefur Farskólinn verið í afar skemmtilegu og farsælu samstarfi við stéttarfélög um fræðslu og án efa má finna dæmi um samstarf lengra aftur. Í frétt á heimasíðu Farskólans segir að samstarfið hafi upphaflega hafist með því að Farskólinn hélt stök námskeið fyrir félagsmenn einstakra félaga og einnig á ákveðnum vinnustöðum en fljótlega þróaðist samstarfið og haustið 2014 sameinuðu félögin Kjölur, Sameyki (þá SFR) og Samstaða krafta sína og buðu sameiginlega upp á námskeið fyrir sína félagsmenn. Fljótlega bættist Aldan við og síðan Verslunarmannafélag Skagafjarðar.
Meira

AWE hraðallinn býður upp á spennandi tækifæri fyrir konur til að koma viðskiptahugmynd á laggirnar

Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi leita nú að þátttakendum fyrir nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE) sem er sérstaklega ætlaður konum og hefst nú 3. febrúar og lýkur með útskrift þann 6. maí. Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru verðlaun veitt í lok hraðalsins.
Meira

Stutt gaman hjá Gettu betur liði FNV

Tækniskólinn og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra mættust í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í beinu streymi á rúv.is í gærkvöldi. Það er skemmst frá því að segja að Tækniskólinn hafði betur í hörkuviðureign, 23-18.
Meira

Gildandi Covid-takmarkanir framlengdar til 2. febrúar

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja óbreyttar gildandi takmarkanir á samkomum innanlands til og með 2. febrúar næstkomandi. Á vef stjórnarráðsins segir að ákvörðun ráðherra byggist á tillögum sóttvarnalæknis sem telur nauðsynlegt að takmarka áfram sem mest útbreiðslu Covid-19 til að verja heilbrigðiskerfið.
Meira

Samstarf yngri flokka í fótboltanum á Norðurlandi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu tímabilið 2022. Á heimasíðu Tindastóls segir að flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Meira

FNV mætir til leiks í Gettu betur í kvöld

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin af stað enn einn veturinn. Þrjár viðureignir fóru fram í gærkvöldi en í kvöld mætir lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra til leiks. Fram kemur á heimasíðu skólans að mótherji FNV í fyrstu umferð keppninnar sé Tækniskólinn í Reykjavík og hefst viðureignin kl. 19:40 í kvöld.
Meira

KS tekur Teyg af markaði og hættir samstarfi við Arnar Grant

Stundin sagði frá því í gær að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu og hætta framleiðslu hans. Einnig mun KS slíta samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars og félaga gegn sér en segja má að þjóðin hafi agndofa fylgst með umfjöllun af því máli sem komst í hámæli í síðustu viku.
Meira

Hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2022

Prjónagleðin verður haldin á Blönduósi dagana 10. - 12. júní 2022 og að venju er blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni. Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að hanna og prjóna lambhúshettu á fullorðinn.
Meira

Arnór Guðjónsson í Kormák Hvöt

„Faxvélin heldur áfram að rymja hjá Kormáki Hvöt!“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa liðsins en meistaraflokkur Kormáks Hvatar heldur áfram að safna að sér meisturum fyrir sumarið og næstur í röðinni er leikmaður sem er aðdáendum af góðu einu kunnur.
Meira