Farsæl samvinna Farskólans og stéttarfélaga heldur áfram
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.01.2022
kl. 15.26
Frá árinu 2013 hefur Farskólinn verið í afar skemmtilegu og farsælu samstarfi við stéttarfélög um fræðslu og án efa má finna dæmi um samstarf lengra aftur. Í frétt á heimasíðu Farskólans segir að samstarfið hafi upphaflega hafist með því að Farskólinn hélt stök námskeið fyrir félagsmenn einstakra félaga og einnig á ákveðnum vinnustöðum en fljótlega þróaðist samstarfið og haustið 2014 sameinuðu félögin Kjölur, Sameyki (þá SFR) og Samstaða krafta sína og buðu sameiginlega upp á námskeið fyrir sína félagsmenn. Fljótlega bættist Aldan við og síðan Verslunarmannafélag Skagafjarðar.
Meira