V-Húnavatnssýsla

800. vísnaþátturinn í Feyki :: Guðmundur Valtýsson hefur staðið vaktina í hartnær 35 ár

Vísnaþáttur í einhverri mynd hefur verið fastur liður hjá Feyki í þá fjóra áratugi sem hann hefur komið út og ætíð notið mikilla vinsælda vísnavina. Á vordögum 1987, fyrir hartnær 35 árum tók Guðmundur Valtýsson, frá Eiríksstöðum í Svartárdal, þáttinn að sér og hefur stýrt honum af mikilli röggsemi allt fram á þennan dag.
Meira

Norðan og norðvestan hvassviðri eða stormur og hríð í kvöld

Búast má við norðvestan stormi eða roki á norðan- og austanverðu landinu í kvöld og fram til hádegis á morgun, auk þess sem gert er ráð fyrir hríð norðanlands, eftir því sem fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Í athugasemd veðurfræðings segir jafnframt að búast megi við lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Meira

Skúli Eggert Þórðarson nýr ráðuneytisstjóri menningar- og viðskiptaráðuneytis

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Skúla Eggert Þórðarson ráðuneytisstjóra nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis frá 1. febrúar nk. Skúli Eggert er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti ríkisendurskoðanda frá árinu 2018. Hann var áður ríkisskattstjóri frá 2006 og fram að því skattrannsóknarstjóri frá árinu 1993.
Meira

Matgæðingar vikunnar tbl 4 - Kjúklingur með pestó og bollukrans

Matgæðingar vikunnar eru þau Andrés Magnússon og konan hans Anna Ágústsdóttir, en þau fengu áskorun frá Björgu Árdísi Kristjánsdóttur. Fjölskyldan er þessi venjulega vísitölufjölskylda, hjón með tvö börn. Andrés er 34 ára og vinnur sem tæknimaður hjá Tengli í Reykjavík en Anna leggur stund á mastersnám við Háskólann í Reykjavík þar sem hún lærir hagnýta atferlisgreiningu.
Meira

Kosningabragur á Feyki þessa vikuna

Feykir vikunnar er stútfullur af fjölbreyttu efni eins og ævinlega en honum er nú dreift inn á öll heimili á Blönduósi og Húnavatnshreppi í tilefni sameiningarkosninga sem fram fara þann 19. febrúar. Að viku liðinni verður sjónum blaðsins beint að sameiningaráformum í Skagafirði. Meðal efnis, auk fastra þátta, eru ítarlegar upplýsingar frá samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Húnavatnssýslu, fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga þar sem fjallað er um skráningu torfhúsa í Skagafirði og Hrund Jóhannsdóttir á Hvammstanga segir okkur hvað hún er með á prjónunum.
Meira

Garðfuglahelgin að vetri hefst á föstudaginn

Árlega fitjar Fuglavernd upp á talningu garðfugla yfir eina helgi og segir á heimasíðu hennar að venjulega sé um síðustu helgina í janúar að ræða. Gott er að hefja undirbúning talningar nokkrum dögum áður með því að hefja daglegar fóðurgjafir til að lokka að fugla, eftir því sem fram kemur á fuglavernd.is. „Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þátttakandi þarf að gera er að fylgjast með garði í einn klukkutíma yfir tiltekna helgi. Skrá hjá sér hvaða fugla viðkomandi sér og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir, þ.e. þá fugla sem eru í garðinum en ekki þá sem fljúga yfir.“
Meira

Slakað á reglum um sóttkví

Einstaklingum sem eru útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis eða dvalarstaðar síns er ekki lengur skylt að fara í sóttkví en þurfa þess í stað að viðhafa smitgát samkvæmt þeim breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti. Sóttkví verður áfram beitt gagnvart þeim sem hafa verið útsettir fyrir smiti innan heimilis eða dvalarstaðar en þríbólusettir sem útsettir eru á heimili geta verið í smitgát sem lýkur með sýnatöku. Börn á leik- og grunnskólaaldri verða enn fremur undanþegin smitgát.
Meira

Riða greindist í skimunarsýni frá Sporði í Húnaþingi vestra

Matvælastofnun greinir frá því á heimasíðu sinni að fyrir skömmu hafi borist tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að sýni hafi reynst jákvætt m.t.t. riðu frá bænum Sporði í Línakradal i Húnaþingi vestra. Sauðfjárbúskapur var aflagður á bænum í haust og því aðeins um þrif og sótthreinsun að ræða hvað aðgerðir viðkemur vegna riðuvarna.
Meira

Vestan hvassviðri eða stormur og hríð

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir vegna veðurs í dag, gula viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og norðurland vestra, Austurland að Glettingi og Miðhálendi og svo appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa, Austfirði og Suðausturland.
Meira

Svikin við strandveiðarnar og sjávarbyggðirnar :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Nýta má strandveiðar til að efla jafnrétti og stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Við viljum efla fjölbreytt útgerðarform með öflugum strandveiðum og byggðatengdum aflaheimildum og koma í veg fyrir mikla samþjöppun svo byggðirnar blómstri.“ Þetta var boðskapur VG í kosningabaráttunni í Norðvesturkjördæmi síðast liðið haust. Hverjar eru efndirnar?
Meira