V-Húnavatnssýsla

Skrifstofa Sýslumanns á Blönduósi opnar kl. 12 - Uppfært: Skrifstofan á Sauðárkróki er opin.

Tilkynning um opnunartíma skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra mánudaginn 7. febrúar nk. Vegna slæmrar veðurspár verður skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi vestra á Blönduósi lokuð mánudaginn 7. febrúar nk. til kl. 12:00.
Meira

Silfurbergskristallar úr Helgustaðanámu – Vísindi og grautur

Á morgun, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 11, flytur Kristján Leósson erindið „Áhrif silfurbergs frá Helgustöðum í Reyðarfirði á þróun náttúruvísindanna“ í fyrirlestraröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum, Vísindi og grautur. Erindið fer fram á zoom og er öllum opið.
Meira

Vörumiðlun er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu -Framúrskarandi fyrirtæki

Vörumiðlun ehf. er þriðja stærsta flutningafyrirtækið á landinu, á eftir Samskip og Eimskip/Flytjanda og var það valið í hóp framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo fyrir rekstrarárið 2020. Höfuðstöðvar Vörumiðlunar eru að Eyrarvegi á Sauðárkróki en að auki hefur fyrirtækið starfsstöðvar á Blönduósi, Hvammstanga, Hólmavík, Búðardal, Hellu, Kirkjubæjarklaustri, Reykjanesbæ, Akureyri og Reykjavík.
Meira

Skrapaði níu ára saman nægilegu fé til að kaupa sólóplötu Rúnars Gunnarssonar / SKÚLI ÞÓRÐAR

Skúli Þórðarson, trommari, svaraði tón-lystinni í Feyki skömmu fyrir jól en hann er árgerð 1964, fæddur og alinn upp á Hvammstanga. Hann er sonur Þórðar Skúlasonar, fyrrverandi sveitarstjóra, og Elínar Þormóðsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Saumastofunnar Drífu. Skúli lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki/Norðurlands vestra 1986. Hann var sveitarstjóri í Húnaþingi vestra á tólf ár en flutti sig síðan um set suður í Hvalfjarðarsveit.
Meira

Vanda staðfestir framboð til formanns KSÍ

„Þá er það staðfest, ég ætla að bjóða mig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Ég er stolt af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og er þakklát stjórn, starfsfólki og þjálfurum KSÍ, ásamt fólkinu í hreyfingunni. Starfið er vissulega krefjandi en eftir erfiða mánuði er bjart framundan og ég brenn af áhuga fyrir því að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands í Facebook-skilaboðum.
Meira

Úr skjóli Hjaltadalsins í Evrópuslaginn í Brussel

Nú býður Feykir lesendum sínum að stökkva um borð í hraðlest til Brussel í Belgíu en þar hittum við fyrir hana Kristínu Kolku Bjarnadóttur. Hún starfar í þessari höfuðborg evrópskrar samvinnu sem lögfræðingur hjá Uppbyggingarsjóði EES. Kristín Kolka er fædd árið 1994 og er frá Hólum í Hjaltadal, foreldrar hennar eru Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson og síðan á hún tvo bræður, þá Gunnar Loga Guðrúnarson og Jón Kolka Bjarnason...
Meira

Ofnbakaður fiskréttur og krukkugotterí

Það er alltof sjaldan sem við borðum fisk á mínu heimili og ákvað ég því að koma með einn mjög góðan sem allir borða, allavega í mínum húsum. Þá fann ég einn girnilegan eftirrétt sem mig langar til að prufa um helgina, nema ég skipti út namminu í Daim því mér þykir það svo agalega gott. Báðar þessar uppskriftir og myndir koma af heimasíðunni gerumdaginngirnilegan.is
Meira

Siglufjarðarvegur lokaður

Víðast hvar er snjóþekja á vegum norðanlands og unnið að mokstri á helstu vegum. Éljagangur og skafrenningur víða, samkvæmt því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er í Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Ketiláss.
Meira

Úthvíldir Dalbæingar spá í tunglið

Í skeyti frá Veðurklúbbi Dalbæjar segir að spámönnum hafi orðið ljóst á fundi þann 1. febrúar að áframhald verði á þeim mildu veðrum sem hafa leikið við Dalvíkinga síðan síðastliðið sumar þó hitastigið hafi núna breyst yfir í frost og sú úrkoma sem fellur verði því nánast bara í sínu fallega fasta hvíta formi.
Meira

Matgæðingur vikunnar - Moussaka og ein frönsk

Matgæðingar vikunnar, tbl 5 2022, eru Linda Fanney Valgeirsdóttir frá Vatni á Höfðaströnd og eiginmaður hennar, Jóhannes Björn Arelakis frá Siglufirði. Linda Fanney starfar sem framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. og Jóhannes er sérfræðingur hjá Advania. Þau búa í Setberginu í Hafnarfirði ásamt dætrunum Karólínu Bríeti og Steinunni Diljá.
Meira