Fréttir

Gallup mældi Miðflokkinn stærstan í Norðvesturkjördæmi

Síðustu könnunar Gallup fyrir þingkosningarnar var beðið með nokkurri óþreyju í gær og hún birtist seint og um síðir. Alls voru það 169 manns sem svöruðu í Norðvesturkjördæmi, sem er ekki stórt hlutfall, en alls voru það 2077 sem svöruðu könnuninni á landsvísu. Niðurstaðan í NV-kjördæmi var sú að sex flokkar fá einn þingmann og síðan er spurning hver hlýtur uppbótarþingmanninn. Miðflokkurinn, sem hefur dalað nokkuð á landsvísu síðustu daga, mælist stærstur í kjördæminu með 18,6% fylgi.
Meira

Drama og dómarakonsert í dúndurleik í Síkinu

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Álftaness í Síkinu í áttundu umferð Bónus-deildarinnar. Leikurinn varð hin mesta skemmtun en kannski full mikið drama fyrir þá sem innlifaðistir eru. Benni þjálfari Stóla og Drungilas urðu báðir að yfirgefa Síkið áður en fyrri hálfleikur var úti eftir nettan flautukonsert dómaratríósins – sem sumum þótti þó pínu falskur. Bæði lið sýndu frábæra takta en það voru heimamenn sem reyndust sleipari á svellinu, voru ákafari og lönduðu sætum sigri. Lokatölur 109-99.
Meira

Kosið til Alþingis í dag

Það er kosið til Alþingis í dag. Allir vegir á Norðurlandi vestra eru færir, í það minnsta sem stendur, en víða hálka. Víða er þó éljagangur eða skafrenningur. Reikna má með svipuðu veðri áfram út daginn, norðaustan 10-13 m/sek og lítils háttar snjókomu.
Meira

Verkfalli kennara frestað

Mbl.is segir frá því að verk­föll­um kenn­ara hef­ur verið frestað út janú­ar í þeim til­gangi að gefa samn­inga­nefnd­um kenn­ara, rík­is og sveit­ar­fé­laga vinnufrið í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Deiluaðilar hafa skrifað und­ir sam­komu­lag þess eðlis.
Meira

Kjósum öflugan leiðtoga | Frá stuðningsmönnum Ólafs Adolfssonar

Ólafur Adolfsson hefur allt til að bera sem þarf í hlutverk fyrsta þingmanns kjördæmisins. Djúpar rætur hans sem Snæfellings, landsþekkt forysta hans sem keppnismanns í íþróttum, farsæll, sigursæll og árangursríkur ferill sveitarstjórnarmanns á Akranesi og ekki síst óþreytandi barátta hans sem lyfsali á landsbyggðinni í baráttu við ofurefli.
Meira

Kuldatíðin setur strik í reikning sundlauganna á Hofsósi og Króknum

Það er ekki laust við að frostíð bíti í dag og sökum kuldatíðar munu laugarkör sundlauganna á Sauðárkróki og Hofsósi verða lokuð tímabundið. Pottarnir verða hins vegar verða opnir samkvæmt opnunartíma.
Meira

Réttindabarátta sjávarbyggðanna | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Meira

Kjörstaðir á Norðurlandi vestra

Á morgun laugardaginn 30.nóvember geta þeir sem hafa náð 18 ára aldri, eiga lögheimili á íslandi og íslenskir ríksi-borgarar kosið til Alþingis.
Meira

Verndari Vatnsdalshólanna

Dóra flutti í Vatnsdalshóla 2016 og opnaði Listakot Dóru 2018 en er búin að vinna við handverk og listir í yfir 30 ár. Fyrst á Hvammstanga og svo á Hvolsvelli en þaðan kom hún aftur heim. Ættin Dóru er búin að vera í Vatnsdalshólum í um það bil 147 ár. Hún sleit sínum barnsskóm í Vatnsdalshólum og segir það hafa verið frábært að koma heim aftur. Dóra er sveitastelpa og mikið náttúrubarn og henni finnst gaman að geta unnið að list sinni.
Meira

Á ferð um Norðvestur kjördæmi | Frá efstu frambjóðendum Samfylkingarinnar

Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.
Meira