Vilja starfsstöð RARIK aftur á Hvammstanga

Sveitarstjórn Húnaþings vestra tekur undir bókun byggðarráðs þar sem skorað er á stjórn RARIK að endurskoða staðsetningu starfa í Reykjavík og auglýsa þess í stað störf án staðsetningar. Ítrekar sveitarstjórn enn og aftur mikilvægi þess að opna að nýju starfsstöð RARIK á Hvammstanga og hvetur stjórn þess til að endurvekja starfsstöðina og tryggja með því öryggi íbúa og þjónustu á Norðurlandi vestra.

Í fundargerð byggðarráðs frá10. maí kemur fram að ráðið taki undir ályktun SSNE og SSNV um skipan hins opinbera í stjórnir, nefndir og starfshópa og geri hana að sinni. „Byggðarráð Húnaþings vestra leggur til að í nýrri byggðaáætlun verði aðgerð sem feli í sér að almennt sé gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð, nefndir og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þá skorar byggðarráð Húnaþings vestra á fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á landsvísu að horfa til sömu meginreglu.“

Sjá umsögn SSNV HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir