Svf. Skagafjörður tekur þátt í stofnun Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni
Sveitarstjórn samþykkti í gær að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í stofnun fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar og mun sveitarstjóri taka þátt í stofnfundi og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt var að leggja fram allt að 100.000 kr. stofnfé.
HMS og Samband íslenskra sveitarfélaga stefna að því að boða til stofnfundar húsnæðissjálfseignarstofnunar (HSES) sem starfi í framangreindum tilgangi. Í fundargerð sveitarstjórnar segir að gert sé ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.
Auk Svf. Skagafjarðar hafa Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagaströnd sýnt verkefninu áhuga af Norðurlandi vestra. Eftir því sem fram kemur á vef Samband íslenskra sveitarfélaga hafa fjölmörg önnur sveitarfélög einnig jákvæð fyrir stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar en þau eru Akranes, Borgarbyggð, Dalabyggð, Tálknafjarðarhreppur, Ísafjarðarbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fjarðabyggð, Mýrdalshreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Grímsnes og Grafningshreppur og Hrunamannahreppur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.