Sérfræðingar í stafrænum lausnum með erindi á lokaráðstefnu Digi2market
Evrópskir sérfræðingar í stafrænum lausnum eins og sýndarveruleika, viðbættum veruleika og 360° myndböndum, verða með erindi á rafrænni lokaráðstefnu Digi2market þann 26. og 27. janúar nk. Verkefnið stuðlar að notkun á stafrænum lausnum til að aðstoða lítil og meðalstór fyrirtæki að ná til stærri markhópa. Ráðstefnan býður upp á innsýn í hvernig hægt er að nýta þessa tækni.
Skráning á viðburðinn kostar ekkert og verður streymt frá háskólasvæði Ulster háskólans. Háskólinn er einn af sex evrópskum samstarfsaðilum sem standa að Digi2market verkefninu.
Sérfræðingar í Stafrænum lausnum deila reynslu
Fjölmiðlasérfræðingur við Ulster háskólann, Dr. Helen Jackson, segir að lítil fyrirtæki geti fengið margar góðar ábendingar frá fyrirlesurunum sem þeir hafa stillt upp. „Tæknistjóri hjá RETiniZE, Jack Morrow, hefur unnið með nokkrum af stærstu vörumerkjum heims. Hann mun ræða reynslu sína, áskoranir og tækifæri fyrir fyrirtæki við að nýta stafrænar lausnir.
„Ég mun segja frá fyrirtækjum sem við höfum átt farsælt samstarf við í Digi2Market,“ segir Dr. Jackson, „og kostnaðinn sem tengist þróun á stafrænum lausnum. Tom Houston, hjá Sentireal, mun deila sinni sýn á þróun sölu og markaðssetningar og aðgerðir til að auka viðskipti fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Susan Talbot frá Immersive Technology Skillnet mun fara yfir þjálfunar- og þróunarmöguleika í stafrænum lausnum fyrir lítil fyrirtæki.
Sérfræðingar í stafrænum lausnum um sjálfbærni
Verkefnastjóri Digi2Market verkefnisins, Sean O Coisdealbha hjá Údarás Na Gaeltachta, segir að þeir muni einnig kanna hvernig það að verða „grænni“ getur aukið skilvirkni markaðssetningar fyrirtækja. „Nokkrir af fyrirlesurum okkar munu líta á sjálfbærni sem viðskiptamál. Verkefnið okkar hingað til hefur sýnt að notkun grænna viðskiptamódela getur gert fyrirtæki meira aðlaðandi fyrir viðskiptavini hins opinbera, sérstaklega.“
„Framkvæmdastjóri finnsks útivistarfyrirtækis, Kimmo Turunen, mun tala um sjálfbærni í alþjóðlegri viðburðastjórnun útivistar. Við munum einnig heyra frá evrópskum sérfræðingi Dr. Lasse Okkonen frá Karelia University of Applied Sciences í Finnlandi. Hann mun útskýra hvernig háskólar og lítil og meðalstór fyrirtæki geta unnið með farsælum hætti í umhverfisstjórnun.
Sérfræðingar í stafrænum lausnum um ferðaþjónustu
Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri 1238, mun fjalla um notkun sýndarveruleika í ferðaþjónustu og á söfnum. „1238 er yfirgripsmikil sýning sem nær út fyrir venjulegt sögusafn,“ segir Sean. „Það býður gestum að „upplifa“ sögu í nútímalegri og listrænni gagnvirkri uppsetningu.“
Evelyn Ýr Kuhne, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Lýtingsstaðir, mun deila reynslu sinni af þátttöku í Digi2Market verkefninu. Hún segir okkur frá 360° efni sem var þróað og nýtt til að kynna fyrirtækið og hvað þau hafa lært á þessari vegferð.
Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráning er HÉR. Athugið að þátttaka er ókeypis.
Digi2Market er evrópuverkefni sem styrkt er af Interreg Northern Periphery and Artic áætluninni. Samstarfsaðilar verkefnisins eru SSNV, Údarás na Gaeltachta & WestBIC frá Írlandi, ICBAN og Ulster University frá Norður-Írlandi og Karelia University of Applied Sciences frá Finnlandi.
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.