Mikil eftirspurn eftir íbúðahúsnæði í Húnaþingi vestra

Húsin spretta upp í Húnaþingi vestra. Hér gefur að líta nýleg hús á Hvammstanga en myndin var tekin í ágúst sl. MYND: ÓAB
Húsin spretta upp í Húnaþingi vestra. Hér gefur að líta nýleg hús á Hvammstanga en myndin var tekin í ágúst sl. MYND: ÓAB

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi þann 13. janúar sl. húsnæðisáætlun Húnaþings vestra en samkvæmt reglum skulu sveitarfélög gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og skoða árlega hvort þörf sé á endurskoðun áætlunarinnar með tilliti til þróunar og breytinga sem orðið hafa.

Á heimasíðu Húnaþings vestra segir að hlutverk húsnæðisáætlana sé „...að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf, bæði til skemmri og lengri tíma.

Í fréttinni segir að mikið hafi verið byggt af íbúðarhúsnæði í Húnaþingi vestra á síðustu árum en þrátt fyrir það sé mikil uppsöfnuð þörf er varðar framboð af íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Lóðaframboð í sveitarfélaginu er gott og mörgum lóðum hefur verið úthlutað á síðustu árum. 

Sveitarstjórn hefur verið í samstarfi við leigufélagið Bríeti og á síðasta ári var auglýst eftir byggingaraðilum til samstarfs um byggingu íbúðarhúsnæðis á Hvammstanga. Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði hefur sveitarstjórn samþykkt tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda af níu lóðum á Hvammstanga og tveimur á Laugarbakka. Lóðirnar sem um ræðir eru: Bakkatún 3,5 og 7, Grundartún 13,15 og 17, Hlíðarvegur 21 og Norðurbraut 15 á Hvammstanga og loks Teigagrund 7 og Gilsbakki 1-3 (parhús) á Laugarbakka.
 

Húsnæðisáætlun Húnaþings vestra >

Heimild: Húnaþing vestra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir