Leikur tungl við landsins enda

Landsendi. MYND: GUÐMUNDUR SVEINSSON
Landsendi. MYND: GUÐMUNDUR SVEINSSON

Það fer ekkert mikið fyrir þeim hvíta þessa dagana (nema á skíðasvæðinu í Tindastólnum) og skammdegið því enn drungalegra en ella. Veðurstofan virðist gera ráð fyrir minniháttar hitabylgju fram yfir helgi með tilheyrandi sunnanáttum og eru því talsverðar líkur á rauðum jólum að þessu sinni.

Þessi stemningsmynd sem hér fylgir er frá aðventusíðdegi við Skefilsstaði á Skaga. Sér á norðurenda Tindastóls sem kallast Landsendi. Myndina tók Guðmundur Sveinsson, sjóari og hestamaður, en honum er margt til lista lagt, er til dæmis bísna lunkinn myndasmiður og ekki síðri að setja saman vísur. Þessi fylgdi myndinni á Facebook-síðu hans...

Leikur tungl við landsins enda,
líða dagar
, nálgast jól.
Birtu slær er bláar lenda
bárur undir Tindastól.

Á Wikipediu segir: Áður var unnt að komast af Reykjaströnd norður fyrir Tindastól til Sævarlands á Laxárdal á stórstraumsfjöru um Fjöruveg, sem svo var kallaður, en hann er nú ófær. Einnig mátti komast um Tæpugötu uppi í fjallinu en hún er þó illfær og háskaleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir