Gul viðvörun fyrir Norðurland vestra upp úr hádegi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
25.02.2022
kl. 08.42
Enn ein veðurviðvörunin hefur verið gefin út af Veðurstofu Íslands en suðaustan stormur eða rok mun ráða ríkjum á landinu öllu í dag með snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigningu samfara hlýnandi veðri.
Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Miðhálendi en gul viðvörun fyrir aðra hluta landsins.
Viðvörunin tekur gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra upp úr hádegi og skömmu síðar á Norðurlandi eystra. Þá er búist við austan og suðaustan stormi, 18-25 m/s með snjókomu á köflum. Víða skafrenningur og líklegt að vegir teppist.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.