Fróðleikur úr fjöllunum og magnaðar myndir :: Hvammshlíðardagatal 2022 komið út

Mynd: Það er ávallt mikið líf í Hvammshlíðardagatalinu. Þarna má líka sjá að verslunarmannahelgin verður í lok júlí á næsta ári, gættu að því!
Mynd: Það er ávallt mikið líf í Hvammshlíðardagatalinu. Þarna má líka sjá að verslunarmannahelgin verður í lok júlí á næsta ári, gættu að því!

Enn á ný má finna hið skemmtilega dagatal Karólínu í Hvammshlíð sem, auk þess að halda manni við réttu dagana, er jafnan fræðandi og prýtt fjölda mynda. 

„Núverandi útgáfan dagatalsins býður aftur upp á viðauka á sér blöðum með alls konar aukaupplýsingar. Blaðsíðurnar fyrir ofan hverja mánaðarsíðu innihalda að þessu sinni aðallega sögulegt myndefni, sérstaklega efni tengt kindum. Gamlar myndir eru ómetanlegur fjársjóður sem talar sitt eigið tungumál og sem segir sögur, það þarf bara að gefa sér góðan tíma til að skoða og „hlusta“. Textarnir eru þess vegna stuttir að þessu sinni. Þar að auki kynni ég nokkra sauðfjárliti og -litaafbrigði sem vantaði í fyrri útgáfunni og er að gefa smá yfirlit yfir fjölbreytni ullarinnar íslensku sauðkindarinnar.“

Hægt er að nálgast dagatalið í Skagfirðingabúð, Líflandi Blönduósi, Alþýðulist Varmahlíð, Kaupfélagi Borgfirðinga, Fóðurblöndunni Selfossi, Valgerði Auðunsdóttur Húsatóftum og svo er til „afhendingarstaður“ í Reykjavík, segir Karólína sem hvetur áhugasama til að hafa samband sem ekki geta krækt í dagatalið á fyrrnefndum stöðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir