Farsælt skólastarf til framtíðar - Skólaþing sveitarfélaga fór fram í gær
Fyrsti hluti skólaþings sveitarfélaga fór fram í gær á netinu en þingið átti að fara fram í fyrra, 2021, 25 árum frá yfirfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Þinginu er skipt upp í fimm hluta og verður dagskránni skipt upp á nokkra mánudaga, sem gerir það m.a. að verkum að þátttakendur geta tekið þátt í öllum málstofum en þurfa ekki að velja á milli þeirra.
Yfirskrift þingsins er Farsælt skólastarf til framtíðar og vakti erindi Ingva Hrannars Ómarssonar, kennara og ráðgjafa á Sauðárkróki, mikla athygli en hann dró upp mynd af því hvernig skólastarf gæti litið út eftir önnur 25 ár eða árið 2046 og hvaða væntingar fólk hefði til menntunar framtíðarinnar almennt. Beindi hann kastljósinu einkum að list- og verkgreinum og benti á að listgreinar gætu verið lykilgreinar í skólakerfinu.
Hægt er að horfa á erindi Ingva Hrannars í spilaranum hér að neðan og hefst hann eftir 2 stundir og 24 mínútur og stendur í rúmar 20 mínútur.
Skólaþing Sambands íslenskra sveitarfélaga from Þorvarður Goði on Vimeo.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.