Auglýst eftir umsóknum í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra

Á heimasíðu Húnaþings vestra er auglýst eftir umsóknum um úthlutun styrkja úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu og er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar.

Áherslurnar lúta að verkefnum sem stuðlað geti að auknum umsvifum, betri afkomu og rekstri fyrirtækja og þróun og nýsköpun í atvinnulífi í Húnaþingi vestra. Eins og fram kemur í færslu sveitarfélagsins eru styrkir sem veittir eru úr sjóðnum fyrst og fremst verkefna- og framkvæmdastyrkir, ekki rekstrarstyrkir eða styrkir til að mæta opinberum gjöldum eða greiða skuldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir