Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi.

Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að Arnar Már Elíasson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, muni á sama tímabili leysa Aðalstein af sem forstjóri Byggðastofnunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir