Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til sex mánaða
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
01.02.2022
kl. 08.30
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. febrúar til sex mánaða. Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi.
Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að Arnar Már Elíasson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, muni á sama tímabili leysa Aðalstein af sem forstjóri Byggðastofnunar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.