20 vilja starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV

Á dögunum var auglýst laust til umsóknar starf atvinnuráðgjafa á sviði nýsköpunar hjá SSNV og var umsóknarfresturinn til 30. janúar. Alls bárust 20 umsóknir um starfið og segir á  heimasíðu samtakanna það ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga á störfum hjá þeim.

Úrvinnsla umsókna stendur yfir en gera má ráð fyrir að henni ljúki síðar í mánuðinum. Helstu verkefni atvinnuráðgjafans verður aðstoð við gerð rekstrar- og markaðsáætlana, gerð styrkja- og lánaumsókna, aðstoð við fjármögnun og stofnun fyrirtækja, miðlun upplýsinga um nýsköpun, skipulagning viðburða, umsjón samstarfsverkefna o.s.frv. Sérstök áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki á Norðurlandi vestra, eflingu þeirra og fjölgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir