Hrímhvítur og hrollkaldur desemberdagur
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
23.12.2021
kl. 09.43
Það var kaldur en fallegur dagur í Skagafirði í gær og eftir frostþoku sem læddist inn í Krókinn við sólhvörf, stysta dags ársins sl. þriðjudag, varð allt þakið hvítum hrímfeldi sem gerði umhverfið örlítið jólalegra. Ekki skemmdi fyrir að sólarupprásin var einkar falleg sem gaf góð fyrirheit um bjartan og fallegan dag. Feykir fór á stúfana og fangaði nokkrar náttúrupásur.
Meira