Skagafjörður

Samningar undirritaðir við Eðalbyggingar ehf. um gerð nýrrar viðbyggingar Ársala á Sauðárkróki

Í dag var undirritaður samningur við Eðalbyggingar ehf. (SG-Hús ehf.) um byggingu og hönnun séruppdrátta nýrrar viðbyggingar við leikskólann Ársali á Sauðárkróki. Aðaluppdrættir og verkefnastjórnun var unnið af Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Stefnt er á að taka fyrri áfanga hússins í notkun næsta vor.
Meira

Gul veðurviðvörun og óvissustig á Tröllaskaga

Þæfingsfærð er nú á Siglufjarðarvegi samkv. heimasíðu Vegagerðarinnar, snjóþekja á Þverárfjalli og hálka á flestum leiðum norðanlands. Lýst var yfir óvissustigi í dag vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla. Unnið er að mokstri á Siglufjarðarvegi, Þverárfjalli og Svalbarðsströnd að Grenivík en Víkurskarð er lokað vegna snjóa. Snjókoma er á Öxnadalsheiði og éljagangur á Vatnsskarði líkt og víða á Norðurlandi vestra og er vegfarendum bent á að hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku auk éljagangsins en vel fært öllum bílum.
Meira

Árið 2021: Lífið á Smáragrundinni spennusögu líkast

Það er komið að Álfhildi Leifsdóttur að gera upp árið á netsíðu Feykis. Hún býr á Smáragrundinni á Króknum, í hjarta bæjarins, en er að sjálfsögðu uppalin í Keldudal í Hegranesi. Álfhildur er kennari og sveitarstjórnarfulltrúi og auk þess fiskur. Til að lýsa árinu notar hún þrjú orð sem öll byrja á eff; Fjölskyldusamvera, fjarfundir, fordæmalaust!
Meira

Styttist í að markmið um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri náist í Skagafirði

Í frétt á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sagði frá því nú fyrir jólin að á síðustu misserum hefur óskum eftir leikskóladvöl barna frá 12 mánaða aldri fjölgað umtalsvert. Það á ekki ekki bara við í Skagafirði heldur um land allt. Svf. Skagafjörður hefur unnið að því að koma til móts við óskir um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri og segir í fréttinni að nú hilli undir að það markmið sé að verða að veruleika.
Meira

Af hverju er heilagt kl. 18 á aðfangadag?

Margir hafa velt því fyrir sér af hverju jólin hefjast hjá okkur Íslendingum, sem og öðrum Norðurlandabúum, á aðfangadag en víðast hvar í heiminum daginn eftir eða þann 25. desember. Skýringuna er m.a. að finna á Vísindavefnum en þar segir að til forna hafi nýr dagur hafist um miðjan aftan, það er kl. 18 og hefst því jóladagur klukkan sex síðdegis á aðfangadag.
Meira

Covid lætur á sér kræla í herbúðum Tindastóls

Það virðast ansi margir hafa fengið eitthvað óvænt og óvelkomið í jólagjöf þetta árið. Covid-smitum fer hratt fjölgandi í kjölfarið á útbreiðslu Ómikron-afbrigðis veirunnar sem er augljóslega bráðsmitandi en virðist þó sem betur fer ekki hafa í för með sér alvarleg veikindi. Íbúar á Norðurlandi vestra hafa alla jafna sloppið nokkuð vel undan pestinni í ár en nú herma fréttir að leik Þórs Akureyri og Tindastóls í Subway-deildinni, sem fram átti að fara annað kvöld, hafi verið frestað vegna smits í herbúðum Tindastóls.
Meira

Árið 2021: Saknar viknanna tveggja

Nú er það Sveinbjörg Rut Pétursdóttir sem leiðir okkur í allan sannleikann um árið sem er að líða. Hún býr í Grundartúninu á Hvammstanga, starfar sem atvinnuráðgjafi hjá SSNV og er sporðdreki. Sveinjörg segir ást, samveru og ferðalög lýsa árinu hennar best.
Meira

Er grafna gæsin lögleg?

Matvælastofnun bendir á það á heimasíðu sinni að ekki má selja afurðir gæsa, anda eða annarra villtra fugla, né dreifa þeim, nema með leyfi Matvælastofnunar eða viðkomandi Heilbrigðiseftirlitssvæðis. Þar segir að vegna margra ábendinga til stofnunarinnar um sölu og dreifingu á unnum afurðum frá villtum fuglum, sé rétt að benda á að Auglýsing á Facebook geti talist til sölu eða dreifingar og er stofnuninni skylt og mun fylgja eftir auglýsingum um sölu og dreifingu á þessum afurðum.
Meira

Árið 2021: Á ekki eftir að sakna þess að standa í flutningum

Kristín Sigurrós Einarsdóttir sprettur upp að morgni annars dags jóla til að svara ársuppgjörinu. Eða þannig. Stína hefur víða komið við síðan hún flutti í Skagafjörðinn fyrir einhverjum árum, meira að segja unnið á Feyki. Nú býr hún á Hofsósi en á ættir að reka í Lundarreykjadalinn í Borgarfirði. Árinu lýsir hún með eftirfarandi b-orðum: „Breytingar, bjartsýni og bugun.“
Meira

Hafnargarður á Eyrinni :: Lífæð Sauðárkróks forsenda sjósóknar viðskipta og framfara

Kosin var hafnarnefnd 1935 í Sauðárkrókshreppi, Friðrik Hansen formaður og jafnframt oddviti (1934-1946), Pétur Hannesson gjaldkeri sparisjóðsstjóri, Sigurður Sigurðsson sýslumaður, kosinn af sýslunefnd en Steindór Jónsson smiður tók fljótlega við af Sigurði. Friðrik og Pétur fóru til Reykjavíkur vorið 1935 og fengu því framgengt að hafin yrði gerð Eyrarvegar sem var forsenda fyrir aðkomu að gerð hafnargarðs á Eyrinni. Sjórinn gekk upp í „Eyrarbrekkuna“ sem nú heita Gránumóar og nagaði sig inn í brekkuræturnar. Steyptur var 120 metra langur garður í framhaldi gamla sjóvarnargarðsins sumarið 1935 síðan fyllt upp milli brekkurótanna og garðsins, Steindór smiður stóð fyrir verkinu. Þar með var kominn akfær vegur út á Eyrina.
Meira