Skagafjörður

Zoran Vrkic á Krókinn og Massamba sendur heim

Nú um áramótin verður gerð breyting á karlaliði Tindastóls í körfuboltanum þar sem hinn eitilharði varnarmaður, Thomas Massamba, heldur heim á leið en í hans stað kemur hinn tveggja metra Króati, Zoran Vrkic.
Meira

Covid sýnatökur um áramót

Opnunartími í Covid sýnatökur verður rýmkaður yfir áramótin á nokkrum starfsstöðvum HSN og þannig mögulegt að fara í hraðpróf á heilsugæslustöðinni á Sauðárkróki á gamlársdag og PCR próf sama dag auk 1. og 2. janúar.
Meira

Árið 2021: Vill skella andlitsgrímunni á brennuna

Króksarinn Halldór Þormar Halldórsson hefur búið á Siglufirði um drjúglangan tíma en hann starfar sem lögfræðingur hjá íslenska ríkinu. Hann gerir nú upp árið fyrir lesendur Feykis. Hann segist hafa hætt að telja skó sína við 25 pör en notar skónúmer 43/44. Þegar hann er spurðu hver helsta lexía ársins 2021 hafi verið svarar hann: „Hvert ár sem líður færir manni einhverja lexíu en sú sem kannski stendur eftir þetta ár er að telja aldrei hænsnin fyrr en þau eru komin inn í kofann, eins og dagljóst er orðið.“
Meira

Vænasta vetrarveður á gamlársdag en hvellur í ársbyrjun

Það er hið ágætasta vetrarveður á Norðurlandi vestra í dag eins og sést á myndinni sem hér fylgir sem tekin var upp úr tíu í morgun. Veður stillt og víða heiður himinn, frost frá tveimur og niður í tíu stig. Veðurstofan gerir ráð fyrir svipuðu veðri á morgun, gamlársdag, en nánast um leið og nýtt ár gengur í garð skellur víða á norðaustanstormur en ekki er gert ráð fyrir úrkomu fyrr en á sunnudag.
Meira

Jómfrúrræða Eyjólfs Ármannssonar á Alþingi

Fyrr í mánuðinum flutti Eyjólfur Ármannsson jómfrúrræðu sína á Alþingi í tengslum við fjárlagafrumvarpið sem nú er nýsamþykkt. Eyjólfur er sjötti þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Flokk fólksins. Hann er 2. varaformaður fjárlaganefndar og 1. varaformaður allsherjar- og menntmálanefndar.
Meira

23 í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sendi í hádeginu frá sér tilkynningu vegna Covid-bylgjunnar sem nú ríður yfir landið en smit hafa aldrei verið fleiri en nú um jólin. Brýnt er fyrir fólki að halda vöku sinni og sinna persónulegum sóttvörnum og er fólk hvatt til að halda lágstemmda hátíð nú um áramótin. Í smittöflu sem fylgir tilkynningunni kemur fram að 23 séu smitaðir á Norðurlandi vestra og 39 í sóttkví.
Meira

HSN á Sauðárkróki tekur við sjúklingum frá Landspítala

Greint var frá því í gær að Landspítalinn hafi verið settur á neyðarstig þar sem mikið álag hefur lengi verið þar innan húss og mjög vaxandi undanfarnar vikur, eftir því sem fram kemur á heimasíðu hans. Til að létta undir hefur verið ákveðið að flytja sjúklinga þaðan á aðrar heilbrigðisstofnanir á landinu m.a. á Sauðárkrók.
Meira

Ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun staðfest fyrir dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um einangrun fimm einstaklinga vegna smita af völdum Covid. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis er þetta í þriðja sinn sem látið er reyna á lögmæti ákvörðunar sóttvarnalæknis um einangrun fyrir dómi, segir á heimasíðu stjórnarráðsins.
Meira

Árið 2021: Þvottaefni í púðum fyrir þvottavélar – ætti ekki að nota í uppþvottavélar

Nú skýst Feykir með lesendur sína í uppgjörsleiðangur yfir snjóþakta Öxnadalsheiði og nemur staðar á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit hvar fyrrum prófarkalesari blaðsins, Karl Jónsson, unir hag sínum í góðum félagsskap. Kalli, sem er uppalinn á Hólaveginum á Króknum, starfar nú sem verkefnastjóri á Akureyri, hefur góðan smekk á íþróttum og er í nautsmerkinu. Árið í þremur orðum? Allt á uppleið.
Meira

Flestar athugasemdir endurskoðaðs Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 komu frá fjáreigendum á Nöfum

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 30. nóvember Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 ásamt umhverfismatsskýrslu. Alls bárust athugasemdir og umsagnir frá 102 aðilum vegna aðalskipulagsins frá umsagnaraðilum, íbúum og öðrum aðilum og voru langflestar þeirra í formi samhljóða bréfs frá frístundabændum á Nöfunum og vörðuðu fyrirhugaða stækkun íþróttasvæðisins á Nöfunum sem einkum er ætlað undir golfvöll.
Meira