Skagafjörður

Það stefnir í fótbolta um helgina

Það er bikarhelgi í körfunni og Tindastólsmenn hvíla því. Það stefnir aftur á móti í mikla fótboltahelgi því á morgun, laugardag, eiga Stólastúlkur heimaleik gegn liði Stjörnunnar í Lengjubikarnum og hefst leikurinn kl. 14:00. Strax í kjölfarið, eða kl. 16:00, á svo sameinaður 3. flokkur Tindastóls / Hvatar / Kormáks leik gegn Aftureldingu.
Meira

Veist þú um ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni?

Núna reynir á mátt Facebook, segir á síðu Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna en þar er verið að setja saman litla sýningu um sögu Tunguness bæjarins og Austur-Húnavatnssýslu. „Okkur vantar ljósmyndir af Stefáni Þór Theodórssyni og föður hans Theodór Hallgrímssyni. Ef einhver ykkar á ljósmyndir af þeim feðgum væri frábært ef þið hefðuð samband við okkur á safninu,“ segir í færslunni.
Meira

FNV áfram á lista yfir fyrirmyndarstofnanir

Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu – hefur kynnt úrslit í vali á fyrirmyndarstofnun ársins 2021. Ein stofnun á Norðurlandi vestra komst á lista yfir slíkar stofnanir í flokki ríkis- og sjálfseignarstofnana en það var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sem hafnaði í fjórða sæti yfir fyrirmyndarstofnanir með 40-89 starfsmenn.
Meira

Skagfirsk ættaður Björgvin Kári Íslandsmeistari í 600 metra hlaupi

Feykir sagði frá góðum árangri krakka af Norðurlandi vestra á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Skemmtilegt að geta bætt því við að Björgvin Kári Jónsson, sem ættaður er úr Skagafirði, náði einnig frábærum árangri þar sem hann komst á pall í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í og varð íslandsmeistari í 600m hlaupi 12 ára pilta.
Meira

Margrét Rún, Bessi og Domi skrifa undir við Stólana

Á ágætri heimasíðu Tindastóls segir að unglingalandsliðsmarkvörður Íslands, hin bráðefnilega Margrét Rún Stefánsdóttir, hafi skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls og verður því áfram með Stólastúlkum næstu tvö sumur. Þá hafa Eysteinn Bessi Sigmarsson og Juan Carlos Dominguez Requena skrifað undir tveggja ára samning við Stólana.
Meira

Mikið stuð í Stólnum um helgina!

Ert þú tilbúin í stærsta skíða- og snjóbrettaviðburð Skagafjarðar frá upphafi? Já, Tindastuð verður haldið öðru sinni á skíðasvæðinu í Tindastólnum nú á laugardaginn en viðburðurinn var fyrst haldinn síðasta vetur og heppnaðist þá vonum framar. Ekki er annað að sjá í veðurkortunum en að nóg ætti að verða af snjó á svæðinu, spáð er hita um frostmark og vindi um 2-3 metrana. Er hægt að óska sér að hafa þetta betra?
Meira

Matgæðingur vikunnar - Fiski taco og kókosbollumarengs

Matgæðingur vikunnar er Vala Frímansdóttir sem er fædd og uppalin á Króknum. Vala er gift Sigurbirni Gunnarssyni og eru þau búsett á Akureyri og eiga saman þrjú börn. Vala er geislafræðingur og vinnur á myndgreiningardeild SAk.
Meira

Arnar, Málmey og Drangey landa á Króknum

Á vef Fisk Seafood segir af því að frystitogarinn Arnar HU1 sé á leið til hafnar á Sauðárkróki en aflinn um borð samsvarar um 858 tonnum upp úr sjó. Þar af um 736 tonnum af þorski en aflaverðmæti er um 465 milljónir.
Meira

Matthildur hefur alltaf verið spennt fyrir leikhúsinu :: Í fylgd með fullorðnum

Á Melum í Hörgárdal sýnir Leikfélag Hörgdæla frumsamið verk Péturs Guðjónssonar Í fylgd með fullorðnum sem jafnframt leikstýrir verkinu. Verkið byggir á lögum og textum Bjartmars Guðlaugssonar og fjallar um ævi Birnu sem er komin að ákveðnum kaflaskilum í lífi sínu og rifjar upp líf sitt allt frá bernsku til fullorðinsára. Leikkonurnar eru fjórar sem skipta hlutverki Birnu á milli sín og ein þeirra er Skagfirðingurinn Matthildur Ingimarsdóttir á Flugumýri. Feykir hafði samband við leikkonuna ungu og forvitnaðist um þátttöku hennar í þessu skemmtilega leikriti.
Meira

Gult ástand, lélegt skyggni og versnandi akstursskilyrði

Enn ein lægðin er mætt á svæðið með hríðarveðri um allt land í dag og fram á nótt og hefur Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir sem þegar hafa tekið gildi á flestum svæðum. Í athugasemd veðurfræðings segir að varasamt ferðaveður verði ríkjandi og hefur veginum yfir Holtavörðu nú verið lokað. Snjóþekja eða hálka er á nokkrum leiðum Norðvestanlands en greiðfært víða.
Meira