Skagafjörður

Rabb-a-babb 208: Halla Mjöll

Nafn: Halla Mjöll Stefánsdóttir. Hverra manna ertu og hvar upp alin/n: Ég er dóttir Stefáns frá Gauksstöðum og Ólafar frá Sauðárkróki og Hofsósi. Ég er uppalin á Sauðárkróki. Starf / nám: Ég er menntaður fjölmiðlafræðingur og starfa sem sérfræðingur á ráðgjafasviði hjá Eignaumsjón hf, fyrirtæki sem sérhæfir sig í rekstri húsfélaga. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Atvinnumaður í fótbolta var efst í huganum. Svo átti ég mér alltaf leynilegan draum um að verða leikkona eða söngkona. Edda systir fékk sennilega alla sönghæfileikana í vöggugjöf, en hver veit nema að ég vippi mér upp á leiksvið einn daginn. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? „Kíkjum á þetta á morgun.“
Meira

Hlökkum til komandi tíma í stærra sveitarfélagi

Þann 18. apríl 2018 kom hópur fólks alls staðar úr sveitarfélaginu saman í framhéraði Skagafjarðar. Tilefni þessarar samkomu var að ræða komandi sveitarstjórnarkosningar og hvernig best væri að komast til áhrifa, því allir voru á sama máli að margt mætti betur fara í okkar sveitarfélagi. Mest var rætt um að styrkja þyrfti grunnþjónustu sveitarfélagsins og að tryggja jafna þjónustu um allt sveitarfélagið.
Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson endurkjörinn formaður Framsóknar

Kosning til forystu Framsóknar fór fram í gær á fjölmennu flokksþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir fengu endurnýjað umboð með afgerandi kosningu. Sigurður Ingi hlaut 98,63% atkvæða til formanns Framsóknar og Lilja Alfreðsdóttir hlaut 96,43% atkvæða til varaformanns.
Meira

Lukkan ekki í liði með Húnvetningum í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar var hársbreidd frá því að næla í fyrstu stigin í B deild karla, riðli C, í Lengjubikarnum í gær þegar Húnvetningar mættu liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir þegar venjulegur leiktími var liðinn en fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Lið Tindastóls spilaði síðan í Boganum á Akureyri í dag við lið Samherja og vann nauman sigur.
Meira

Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.
Meira

Skagfirskur snjólistamaður vekur verðskuldaða athygli

Það hefur viðrað vel til snjóhúsa- og snjókallagerðar um allt land í vetur og margir nýtt sér það til fullnustu. Feyki var bent á brottfluttan Skagfirðing í Kópavogi sem lætur ekkert stoppa sig í þessari göfugu listsköpun, og vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum fyrir frumlega skúlptúra.
Meira

Sigur gegn Stjörnunni í lokaleik Lengjubikarsins

Stólastúlkur léku síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar lið Stjörnunnar kom í heimsókn. Gengi liðanna hafði verið misjafnt; lið Tindastóls með eitt stig að loknum fjórum leikjum en Stjarnan með níu stig. Heimastúlkur voru staðráðnar í að bæta stigum á töfluna og leikurinn varð hinn fjörugasti. Lokakaflinn reyndist liði Tindastóls drjúgur og dugði til 3-2 sigurs sem svo sannarlega var sætur.
Meira

„Það byrjaði einhver prjónabylgja og maður hoppaði bara með á vagninn“

Hugrún Líf Magnúsdóttir býr á Sauðárkróki með kærastanum sínum, honum Birgi Knút, og tveimur börnum, Aran Leví og litlu stelpunni þeirra, Amalíu Eldey, sem fæddist 3. ágúst síðastliðinn.
Meira

Beikonvafinn þorskur og eðal Royalbúðingur

Matgæðingur vikunnar í tbl 26, 2021, var Ásdís Ýr Arnardóttir en hún er Blönduósingur í húð og hár. Ásdís starfar sem kennari í Höfðaskóla á Skagaströnd og er að læra fjölskylduráðgjöf. Hún á tvær stelpur og er forfallinn fjallafíkill. „Eitt sinn var mér sagt að allar bitrar einhleypar konu færu á fjöll og svei mér þá, mig langaði í þann hóp og sé sko alls ekki eftir því. Landið okkar er svo dásamlega fallegt og náttúran er svo nærandi fyrir líkama og sál,“ segir Ásdís.
Meira

Hélt upp á sextugs afmælið á Elland Road í íslenskum norðanbyl - Liðið mitt Hólmgeir Einarsson, sjávardýrasali - Leeds

Hólmgeir Einarsson þekkja margir og tengja við Fiskbúð Hólmgeirs í Mjóddinni í Reykjavíkinni og titlar sig sjávardýrasala. Hann er fæddur og uppalinn á Hofsósi, vann þar mest við fisk, fiskverkun og var lengi til sjós ásamt því að hafa verið verkstjóri hjá Hraðfrystihúsinu á Hofsósi. Þá lá leiðin suður fyrir rúmum 34 árum síðan og þar er hann enn. Guðmundur Sigurbjörnsson, sveitungi hans frá Hofsósi, skoraði á hann að svara spurningum í Liðinu mínu hér í Feyki.
Meira