Skagafjörður

Matgæðingur í tbl 12 - Eldbökuð pizza og ís með Mars-sósu

Matgæðingur í tbl 12 í ár er Magnús Barðdal en hann er fæddur og uppalinn á Króknum. Magnús er giftur Önnu Hlín Jónsdóttur og eru þau að sjálfsögðu búsett á Sauðárkróki og eiga saman fjögur börn. Magnús vinnur í dag hjá SSNV sem verkefnisstjóri fjárfestinga en saman eiga þau hjónin gistiheimilið Hlín Guesthouse sem staðsett er á Steinsstöðum í Lýdó.
Meira

Þvílíkur hvalreki :: Leiðari Feykis

Eins og fram kemur á forsíðu Feykis þessa vikuna rak stærðarinnar hval upp í fjöru í landi Bessastaða í Húnaþingi vestra. Í orðabókum er hvalreki m.a. skilgreindur sem óvænt stórhapp en eins og flestir vita var litið á hvalreka sem mikinn happafeng á öldum áður og dæmi um að slíkt hafi bjargað fjölda fólks frá hungurdauða.
Meira

Þórarinn í Öldunni sækist eftir formennsku í Starfsgreinasambandinu

Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags í Skagafirði, býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands, nú þegar Björn Snæbjörnsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér. Þórarinn segir Björn hafa reynst farsæll formaður og tekist að halda góðum friði og starfsanda innan sambandsins í sinni formannstíð.
Meira

Heitavatnslaust út að austan á morgun

Vegna viðhalds í dælustöð í Hrolleifsdal verður skrúfað fyrir rennsli hitaveitu kl. 10 fimmtudaginn 24. mars. Allir notendur á veitusvæði Hrollleifsdals mega búast við heitavatnsleysi frá kl. 10 og truflunum á rennsli fram eftir degi.
Meira

Bolti og ball á Páskaskemmtun Tindastóls

Laugardaginn í páskahelgi, 16. apríl, verður blásið til hátíðar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem keppt verður í körfubolta um daginn en stiginn dans um kvöldið. Allur ágóði rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Rúmar 20 milljónir úr Húsafriðunarsjóði á Norðurland vestra

Alls bárust 285 umsóknir um styrk úr húsafriðunarsjóði árið 2022 alls upp á ríflega 1,2 milljarða króna en einungis var úthlutað fjórðungi þeirrar upphæðar eða 300 milljónir til 242 umsókna sem hlutu náð fyrir augum matsnefndar. Nokkur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrki upp á rúmar 20 milljónir.
Meira

Engin atvinnulífssýning í Sæluvikunni

Það styttist óðfluga í Sæluviku sem að þessu sinni kemur í beinu framhaldi af frídagasúpu aprílmánaðar; páskarnir eru 17.-18. apríl, sumardagurinn fyrsti 21. og setning Sæluvikunnar sunnudaginn 24. apríl. Skagfirðingar hafa verið nokkuð duglegir að halda atvinnu-, mannlífs- og menningarhátíðir, nú síðast fyrir fjórum árum en sú fékk nafnið Skagafjörður – heimili norðursins. Til stóð að endurtaka leikinn nú í vor en samkvæmt heimildum Feykis verður hátíðin ekki í lok Sæluviku en verið er að skoða hvort hún verði í haust eða frestist fram á næsta vor.
Meira

Dúndurstemmari á Tindastuði þrátt fyrir rok og rigningu

Það var allt að gerast á skíðasvæðinu í Tindastólnum á laugardaginn, lyftan á fullu, skíðagöngunámskeið seinni partinn og Tindastuð um kvöldið þar sem Úlfur Úlfur, Gusgusar og Flóni skemmtu góðum hópi gesta sem lét rok og rigningu ekki eyðileggja fyrir sér stemninguna í brekkunni.
Meira

Ferðaþjónustan kemur saman að nýju

Stærsti viðburður ferðaþjónustunnar á Íslandi verður haldinn nú í vikunni. Fimmtudaginn 24. mars koma hátt í þúsund manns saman á ferðakaupstefnunni Mannamót Markaðsstofa landshlutanna sem haldin er árlega. Á Mannamótum koma ferðaþjónustufyrirtæki úr öllum landshlutum saman til að kynna þjónustu sína og vörframboð fyrir fólki í ferðaþjónustu sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu. Stór þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir erfiðleika síðustu tveggja ára er að vinna þétt saman í nýsköpun, vöruþróun og markaðssetningu. Þarna myndast mikill suðupottur hugmynda og verkefna, bæði á milli landshluta en einnig innan svæða.
Meira

Fyrsta MAKEathonið í verkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar í Árskóla á morgun

Á morgun fer fram fyrsta MAKEathon verkefnisins Grænir Frumkvöðlar Framtíðar (GFF) af þremur, í Árskóla á Sauðárkróki. Hin MAKEathonin tvö fara fram fyrir páska í Grunnskóla Bolungarvíkur og Nesskóla í Neskaupstað en MAKEathon verkefnið er nýsköpunarkeppni sem stendur yfir tvo daga. Í þessu fyrsta MAKEathoni tekur 31 nemandi í níunda bekk þátt sem vinna saman í teymum og keppast við að kynna lausn á áskoruninni: Hvernig getum við dregið úr notkun plasts við pökkun fisks og rækju?
Meira