Skagafjörður

Gísli leiðir Sjálfstæðismenn áfram og Sólborg Borgars í öðru

Listi Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí var samþykktur einróma á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Skagafirði í gærkvöldi. Gísli Sigurðsson mun áfram leiða listann, í öðru sæti er Sólborg S. Borgarsdóttir, í því þriðja er Guðlaugur Skúlason og fjórða sætið skipar Regína Valdimarsdóttir.
Meira

Treyja Helga Freys upp í rjáfur á morgun

Á morgun fara fram síðustu leikir í Subway deild karla þetta tímabilið og ræðst þá hverjir raðast saman þegar ný keppni hefst, úrslitakeppnin sjálf. Tindastóll tekur þá á móti Þór Akureyri klukkan 19:15 en áður en upphafsflautið gellur mun treyja númer 8 verða hengd upp í rjáfur í Síkinu með viðhöfn.
Meira

Hvað á sameinað sveitarfélag í Skagafirði að heita?

Nú gefst fólki kostur að leggja fram tillögu að heiti á sameinað sveitarfélag Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Rafræn hugmyndasöfnun fer fram á sameiningarsíðunni Skagfirðingar.is þar sem öllum gefst kostur á að senda inn tillögur að heiti.
Meira

Fyrsti T137 hrúturinn fundinn á Stóru-Hámundarstöðum

„Svo skemmtilega vill til að arfgerðin T137 hefur nú loks fundist í hrút,“ segir í frétt Eyþórs Einarssonar á heimasíðu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins en skipuleg leit hefur staðið yfir í vetur að verndandi genum gegn riðu í sauðfé. Fundist hefur arfgerðin T137 á þremur bæjum en ARR á einum.
Meira

Sjötti sigur Stólanna í röð kom gegn meisturum Þórs

Það er heldur betur stuð á Stólastrákunum í körfunni þessa dagana. Í kvöld kláraðist næst síðasta umferðin í Subway-deildinni og andstæðingar Tindastóls voru Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn sem hafa spilað liða best í vetur. Þeir fóru illa með okkar menn hér í Síkinu í desember, unnu með 43 stigum og flestum stuðningsmönnum varð flökurt. En ekki í kvöld. Stólarnir komu, sáu og sigruðu í Þorlákshöfn, gáfu aldrei þumlung eftir eða eins og Baldur Þór þjálfari orðaði það: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Lokatölur voru 85-91 og Stólarnir sækja fast í að ná fjórða sætinu og þannig heimavallarréttinum í úrslitakeppninni.
Meira

Gerðu gott mót á Mannamótum 2022

Mannamót Markaðsstofanna fór fram í sl. fimmtudag í Kórnum í Kópavogi. Segir á heimasíðu SSNV að þessi árlegi viðburður, sem ekki náðist þó að halda á síðast ári, sé fyrir löngu orðinn fastur liður í samskiptum ferðaþjónustuaðila á landsbyggðinni og söluaðila á höfuðborgarsvæðinu.
Meira

Ráðherrar og fjárfestar hitta frumkvöðla á Fjárfestahátíð á Siglufirði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði 31. mars og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar munu einnig flytja erindi. Fjöldi fagfjárfesta og fjárfestingarjóða hefur boðað komu sína á hátíðina, en þetta er í fyrsta sinn sem haldin er fjárfestahátíð utan höfuðborgarsvæðisins.
Meira

Doktorsvörn Ingibjargar Sigurðardóttur

Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við Ferðamáladeild Háskólans á Hólum, varði doktorsritgerð sína frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sl. föstudag í Hátíðasal Háskóla Íslands. Titill doktorsritgerðar Ingibjargar er „Hestaferðaþjónusta á Íslandi: Klasaþróun og tækifæri til nýsköpunar.“ Leiðbeinandi var dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Meira

Sannfærandi Stólasigur gegn Berserkjum

Tindastóll og Kormákur/Hvöt spiluðu bæði í Lengjubikarnum í dag. Stólarnir áttu heimaleik gegn Berserkjum/Mídasi sem er einskonar B-lið Íslandsmeistara Víkings. Heimamenn voru í blússandi sveiflu, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg góð færi og unnu leikinn örugglega 6-1. Húnvetningar spiluðu við KFG sem er B-lið Stjörnunnar og máttu sætta sig við 5-0 tap á Samsungvellinum í Garðabæ.
Meira

Einar E. Einarsson leiðir lista Framsóknar í Skagafirði

Framboðslisti B-lista Framsóknarflokksins í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí nk. var kunngjörður í kvöld. Einar E. Einarsson, loðdýrabóndi á Syðra-Skörðugili, leiðir listann en Hrund Pétursdóttir, sérfræðingur á Sauðárkróki, Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur og oddviti Akrahrepps og Sigurður Bjarni Rafnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri, koma þar á eftir.
Meira